Ég hef lengi verið að velta fyrir mér hvaða þáttur það var sem ég horfði gjarnan á fyrir svona 10-15 árum.
Hann fjallaði um svona He-man gaur sem mig minnir að hafi heitið Stjörnu-Dan. Sagan var sögð frá sjónarhorni ánamaðks með hendur sem hét Jói eða eitthvað og var vinur hans. Já og svo var líka ugla sem var voða viðutan. Útsendarar óvinsins var hópur púka sem hver höfðu sín sérstöku persónu einkenni. Ég man að forystupúkinn var rauður með risa haus og svo var einn gulur sem var alltaf sofandi og einn grænn sem sagði aldrei neitt.
Helst vil ég reyna að finna út titlana á ensku (eða þá upprunalegri tungu).