Hæææ allir.

Ég hef sent þráð áður þar sem ég spurði um það sama en enginn vissi hvað þessir þættir hétu þannig ég ætla að reyna aftur.

Þetta voru sem sagt teiknimyndaþættir sem voru trúlega sýndir á RÚV í kring um '97, ekki alveg með það á hreinu samt.

Aðalsöguhetjan var blýantur sem var algjör töffari. Þar voru líka vekjaraklukka, mömmuviskastykki, barnaviskastykki, bolli og sitthvað fleira ef mig misminnir ekki. Þau fóru á stjá á nóttunni og lentu í alls konar ævintýrum, en svo var alltaf spennandi að sjá hvort þau næðu á sinn stað áður en vekjaraklukkan hringdi og vakti fjölskylduna sem átti heima í húsinu. Það tókst að sjálfsögðu alltaf og lokaatriðið var þannig að blýanturinn skutlaði sér ofan í vasann á skólatösku barnsins á heimilinu á síðustu stundu, og svo blikkaði hann meðan hringurinn lokaðist um hann (æj vona að þið skiljið..).

Svo ég spyr, er EINHVER sem man hvað þessir þættir hétu? Mig langar svooo að sjá klippur úr þeim! :)

Plííís…

-Litladrós
nei