Comedy Central tilkynnti nýlega að þeir ætluðu að hefja sýningu á Futurama á ný og halda seríunni gangandi. Þeir pöntuðu 26 nýja þætti sem eiga að fara í sýningu 2010. Þetta í sjálfu sér þarf ekki að vera slæmar fréttir. En slæmu fréttirnar eru hins vegar þær að Comedy Central eru búnir að auglýsa störf radd leikara, “voice actors”, laus. Þeir hyggjast skipta út John DiMaggio (Bender), Billy West (Fry) og Katy Sagal (Leela).

Annað hvort eru þeir að reyna spara pening með því að skipta þeim út, eða hreinlega reyna bæta samningsstöðu sína gagnhvart leikurunum.

Þetta yrðu nú ekkert sömu þættir með allt öðrum leikurum ?
(Tekið af kvikmyndir.is)

Bætt við 20. júlí 2009 - 13:53
Mig langar bara að fara að gráta.