Við getum öll saman setið fyrir framan tölvuna okkar í illa loftræstum dimmum herbergjum út í bæ og hvartað og kveinað undan auglýsingum Stöðvar 2 inn í 22ja mínútna langa snilldar þáttinn Simpsons á Hugi.is þar sem enginn málsmetandi aðili mun nokkurn tíman reka augun í athugasemdir okkar eða við gætum gripið til einhverra aðgerða. Það að segja upp áskriftinni á Stöð 2 er kannski svolítið mikið (eða hvað, Simpsons er eini góði þátturinn á þessari stöð dauðans.) Ég legg til að við hættum að drekka Sprite og það strax og grýtum höfuðstöðvar Vífilfells HF með úldnum tómötum, ok?