Eftir að ég horfði á þáttinn sem var í gær 8.Febrúar þá fór ég að hugsa aðeins um það hvort þeir sem vinna við það að semja þessa þætti séu farnir að verða uppiskroppa með hugmyndir eða þá að þeir haldi að áhorfið á þá sé farið að minnka. Því mér finnst þessir þættir farnir að vera frekar þunnir og skemmtanagildið búið að minnka þónokkuð og það að troða svona skítahljómsveitum eins og n´sync í þáttinn finnst mér bara tómt rugl og finnst einhvernveginn eins og það sé verið að reyna að fá fleira fólk til að glápa á þetta með því að gera svona. Fyrsti simpsons þátturinn sem ég sá var Homer´s odyssey að mig minnir gæti samt verið rugl og þá var hver einasti þáttur algjör snilld og það var bara hræðilegt ef maður missti af einum þætti en þessa dagana þá glápir maður á þetta en það engin rosalega eftirvænting og ekki eru margir þættir sem e-ð er varið í. Til dæmis þessi þáttur í gær hann var held ég einn sá allra versti sem ég hef vitað um síðan ég byrjaði að horfa á þetta, en ég segi samt ekki beint að menn séu farnir að verða e-ð hugmyndalausir mér finnst húmorinn bara búinn að breytast til hins verra og það að vera að pota einhverjum leiðinlegum celebrities í þetta er bara ömurlegt og ég held að ég hafi hlegið að einu atriði í þessum þætti og það var þegar að teiknimyndabúðargaurinn var í flash búningum. Ég vill bara að stöð 2 fari að endursýna gömlu þættina því það er langt síðan ég hef séð þætti eins og þann þar sem hómer fer útí geim og þáttinn þar sem springfield og shelbywille eru að slást um sítrónutréð.
En allavega segið mér ykkar álit það gæti velverið að einhverjum finnist þetta vera algjört bull en þetta er mitt álit.
Thorwald