Nei, leikaraliðið er annað. Teiknimynd í fullri lengd er dýr fjárfesting, svo framleiðendurnir vildi ekki taka neina áhættu og ákváðu að fá fræga(ri) leikara til að tala inn á aðalhlutverkin. Orðið á götunni er svona:
Homer: Robin Williams
Marge: Helen Hunt
Bart og Lisa: Jonathan Taylor Thomas
Maggie: Ekki ákveðið (líklega Jonathan Taylor Thomas)
Og í öðrum stærri hlutverkum:
Moe: Chris Rock
Barney: Pierce Brosnan
Mr. Burns: Jack Nicholson
Smithers: John Cleese
Ég sendi Sambíóunum póst, til að fá að vita hvenær þeir byggjust við henni í sali landsins, og þetta var svarið:
Date: 07.01.02
From: Árni Samúelsson (asamuelsson@sambion.is)
Subject: Re: Simpsons-myndin
Til að svara bréfi þínu:
Samkvæmt upplýsingum frá 20th Century Fox er “The Simpsons: Stupid is What Stupid Does” (Fullt heiti myndarinnar) væntanleg í bíó vestra 23. júlí 2003, og verður frumsýnd í Sambíóunum þann 1. ágúst sama ár, ef allt gengur eins og Fox segja.
Ég get ekki staðfest leikaravalið sem þú sendir mér, en hitt get ég staðfest að vanalegu raddirnar munu ekki tala inn á myndina.
Myndin mun verða gríðarlega dýr í innkaupum, og er nú verið að athuga þann möguleka að hafa bara eina útgáfu af myndinni í gangi (ekki bæði textaða og talsetta eins og venjan er með teiknimyndir). Þar sem mjög sterkar raddir eru með talsetningu teiknmynda er því líklegt að aðeins verði í boði íslensk útgáfa af myndinni.
—
Þar hafiði það. Með þær upplýsingar í huga er þetta líklegasta leikaraliðið sem við munum njóta:
Homer (Haraldur): Laddi
Marge (Margrét): Halldóra Geirharðsdóttir
Lisa (Lísa): Steinunn Ólína
Bart (Baddi):Sigurður Sigurjónsson
Maggie (Magga): Laddi
Þetta er það sem ég veit.<br><br><center><font face=“courier” size=“1” color=“#EFEFEF”><br>+——-+—————————————+<br>| rotta | ég hef tekið of stóran skammt af engu |<br>+——-+—————————————+</font></cente