Talsetningarnámskeið Sýrlands
fyrir börn fædd 1999 og eldri
Ef þú hefur brennandi áhuga á að tala inn á teiknimyndir þá er tækifærið núna !
Stúdíó Sýrland býður börnum og unglingum upp á námskeið í upplestri/talsetningu á teiknimyndum fyrir sjónvarp og kvikmyndahús. Reyndir leikstjórar sjá um kennsluna. Námskeiðið er ætlað börnum fæddum 1999 og eldri og skipt verður í aldurshópa
Kennd verða undirstöðuatriði í:
-Framsögn
-Raddbeitingu
-Upplestri
-Túlkun
-Talsetningu á myndefni
Innifalið í námskeiðinu er hljóðupptaka í stúdíói, talsett teiknimynd á DVD ásamt raddprufu.
Kennarar eru Jakob Þór Einarsson og Rósa Guðný Þórsdóttir leikstjórar
Námskeiðin hefjast 18. febrúar og kosta 27.900
Skráðu þig núna á bokanir@syrland.is eða hringdu í 563-2910 á skrifstofutíma
ATH - takmarkaður fjöldi !
Nánar:
Kennt verður þremur aldurshópum
fædd 1999-1997
fædd 1996-1994
fædd 1994 og eldri
Kennt verður síðdegis 1x í viku á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá 17:15 - 19:15.
Nánari skipan hópa á daga verður ákveðin eftir skráningu
Nánari dagskrá:
Dagur 1
1. tími 30-40 mín.
Námskeiðssetning.
Fyrirtækið kynnt. Sýnishorn úr myndum sem við höfum gert.
Námskeiðið kynnt og námsskeiðsgögn afhent.
Foreldrar sérstaklega velkomnir!
Dagur 2
2. tími 60 mínútur
Kynningarleikur 10-15 mínútur.
Ýmsir hópspunaleikir 45 mínútur.
Hlé
3. tími - 60 mínútur
Raddæfingar. Líkamsstaða.
Allir æfa sig á framsagnaræfingum (úr námskeiðsgagnamöppu).
Upplestur á framsagnartextanum og tilsögn.
Dagur 3
4. tími - 60 mínútur
Upphitun
Upprifjun á framsagnaræfingum
Æfingar á texta til upplestrar
Upplestur á texta + tilsögn
Hlé
5. tími - 60 mínútur
Horft á myndina, skipað í hlutverk.
Leiðsögn í talsetningu.
Dagur 4
6. tími - 60 mínútur
Upphitun - 10 mínútur.
Allir æfa sig að talsetja með tilsögn í stúdói
Hlé
7. tími - 60 mínútur
Upptökur á myndinni - 60 mín
Dagur 5
8. og 9. tími - 120 mín.
Upptökur kláraðar á myndinni.
Takmarkaður fjöldi – skráðu þig núna í síma 563-2910 eða á bokanir@syrland.is
og… ég var að hugsa, á ég að fara á þetta? Þetta getur verið mjöög áhugavert.. Og ég veit að þeir er að undirbúa námskeiðina fyrir fullorðna (þetta fyrir undan er bara fyrir börnin) og þetta er svolítið dýrt… plús ég hef aldrei leikið áður..
Hvað finnst ykkur um þetta? 8-)