Vildi athuga hvort einhverjir myndu eftir barnaefninu í “gamla daga” (eða eins og ég kalla það, gamla, góða barnaefnið).

Rakst um daginn á Rainbow Brite. Hver man ekki eftir henni? Ég fæ alveg þvílíka gæsahúð þegar ég sé mynd af henni, þættirnir voru í svo miklu uppáhaldi hjá mér þegar ég var lítil. Þannig að ég sláði inn heitið á youtube.com og fékk þar upp þættina. Snilld að horfa á byrjunina, það var það eina sem ég mundi frá þáttunum.

Síðan þá hef ég verið að reyna að rifja upp heitið á tveimur þáttum, sem voru einnig í miklu uppáhaldi hjá mér þegar ég var lítil.

Það var ruðninglið sem fór aftur í tímann og strákarnir urðu riddarar hringborðsins. Hljómar kjánalega en ég er viss um að þessi þáttu hafi verið til! Þeir voru með skyldi sem voru skreittir með dýrum, og dýrin gátu lifnað við, minnir mig.

og líka þáttur sem var íslenskaður Steinþursarnir (minnir mig). Þar voru styttur sem voru upp á byggingum sem komu til lífs á nóttunni.

Ef þið munið hvað þessir þættir heita, endilega commentið :)

Munið þið eftir einhverjum þáttum frá því þið voruð lítil?