Vífill. Með V-i :)
En ÓJÚ. Dáði þessar myndir :D
Mousowitz fjölskyldan…semsagt hans fjölskylda var held ég í báðum myndunum sem ég sá að flytja til Ameríku…
Í annari var hann í New York held ég, og týnist frá fjölskyldu sinni. Þar kynnist hann eldri músastrák sem hjálpar honum en verður síðan skotinn í eitthverri pólitískt róttækri músaskvísu… endar síðan á því man ég að hann er kominn á munaðarleysingjahæli, en fjölskyldan hans er að leita að honum á baki guls loðins kattar sem er vinur þeirra í báðum myndunum…og auðvitað finnst hann blessaður.
Hin myndin gerist með meiri vestra-fíling. Þar fer Vífill út í eyðimörkina og ég man alltaf eftir atriði þar sem ‘rolling, rolling, rolling’ er spilað og fullt af tumbleweed rúlla um allt. Á leiðinni þangað er guli kötturinn tekinn fastur af ‘mann’ætum og bæði hann og Vífill fá ofskynjanir í tíbrá.
Í eitthverju smáþorpi er restin af fjölskyldunni held ég að koma sér fyrir og þar er fress sem rekur katta hóruhús. Það var held ég aldrei sýnt beint að þetta hafi verið hóruhús en ég man að ég fékk það á tilfinninguna við áhorfið þótt ég hafi bara verið 6-8 ára. Allavega, fressinn verður eitthvað hrifinn af stóru systur Vífils sem er falleg mús og kann að syngja ótrúlega vel. Hún fer síðan eitthvað að troða upp á staðnum eftir að aðal læðan á svæðinu fríkkar hana upp.
Ég man ekki meira :)
En þetta eru flott teiknaðar myndir með góðri sögu og svona…væri til í að rekast á þetta aftur :)
'The entire Fleet knows that this man tried to stab me through the neck. And you missed! Butterfingers!'