Var að velta fyrir mér hvort þið vilduð heldur horfa á disney myndir á íslensku eða ensku? Og þá hvers vegna?
Sjálf vil ég horfa á þær á íslensku út af öllum snilldar íslensku leikurunum sem við “eigum” og af því mér finnst þær svo miklu skemmtilegari þannig :)
Sjæsinn! Þú sagðir þetta ekki. Íslendingar eiga nefnilega svo svakalega góða leikara. Þeir eru kannski ekki endilega settir í að talsetja teiknimyndir.
Það fer bara rosalega eftir því hvaða leikarar tala inn á. Bara misjanft finnst mér. Stundum skemmtilegri á íslensku og stundum á ensku.
Ég kýs enskuna því mér finnst brandararnir yfirleitt fyndnari á því máli og svo getur íslenska talsetningin í sumum myndum verið svo hræðileg og mjög hallærisleg.
,,Now you see that evil will always triumph, because good is dumb" - Spaceballs
Jáááá ég maaaaan :P Finnst hann ekkert hafa eyðilagst… Finnst þetta alltaf jafn sætur brandari. Og ef þú myndir segja mér þennan brandara á ensku myndi ég aldrei í lífinu fatta hann… Þennan tómatsósu brandara í honum…
Ensku af því að munnhreyfingar eru teiknaðar fyrir ensku, húmorinn tapar sér oft í þýðingum og mér finnst oft íslenska í myndum og leikritum vera svo óeðlilega formleg. En mér finnst á annað borð alveg frábært að myndir séu talsettar á íslensku og að það eru ekki alltaf notaði sömu 5 leikararnir eins og var gert fyrir ca. 10 árum þegar Felix og Laddi töluðu alltaf inn fyrir hetjuna og fyndna gaurinn
Bætt við 20. janúar 2007 - 14:39 var t.d. að horfa á Finding Nemo á íslensku í gær og ég var með kjánahroll meiri hlutann af tímanum og skildi oft ekkert hvað þeir voru að segja því íslenskan var oft svo asnaleg til að reyna að láta munnhreyfingarnar passa
það er misjafnt. þessar sem komu fyrir sovna 10 árum og fyrr. (lion king, guffagrín, pokahontas, aladdin og fleiri) á íslensku, en nemo og fleiri nýjar myndir á ensku :)
Já sjeiser Guffagrín maður… gæti ekki séð hana á ensku þar sem ég og ein vinkona mín vitnum endalaust í hana: “MAG-NúÚS!” og “Komdu hérna Félagsskítur!”
'The entire Fleet knows that this man tried to stab me through the neck. And you missed! Butterfingers!'
Ensku. Orðabrandararnir virka betur og svo eru raddirnar oft betri. Jafnvel litla systir mín vildi frekar horfa á enskar myndir heldur en íslenskar teiknimyndir [dubbaðar þá] þegar hún var um sex ára.. (örugglega af því ég var búin að koma því inn í hausinn á henni, en það er allt annað mál xD)
Er ekki að meina neitt illt :) En mér finnst krakkar megi alveg horfa á talsettar Disney myndir því það verður svo mikill hluti af barnæskunni. Því það skiptir þá engu máli að einhverjir orðabrandarar fari í vaskinn fyrir börn. En svo að sjálfsögðu þegar þeir stækka þá er það ekki flott lengur að horfa á talsetningu og fara að horfa á ensku. Svo er hægt að læra ensku allt staðar annars staðar ^^ En að sjálfsögðu er alltaf gaman að gera systkinum sínum illt en samt sem áður finnst mér hún hafa misst af miklu.
Hah.. ætli það ekki. Hún horfir svosem einhvern tímann á íslenskt talsettar myndir.. barnaefnið og svona.. en finnst alltaf t.d. betra að hafa enskul í nýjustu teiknimyndunum frá Disney þegar hún fer í bíó..
ensku, en það er eitt gott við islenku það laddi. eg for í bíó á cars á islensku síðan viku downloadaði ég myndini á ensku þar mér fannst íslenskan betri eiginlega bara út af ladda :D
Sko, ef ég sá myndirnar fyrst á ensku þá vil ég þær ómögulega á íslensku, t.d. Sleeping Beauty sem ég get bara ekki horft á á íslensku. Annars þá finnst mér Aladdin fín á íslensku og alls ekkert verri á ensku.
ensku… en þegar þær eru talsettar vel þá eru þær miklu betri heldur en á ensku.. eins og þessar klassísku, aladín og eikkað. Laddi er nátturulega bara snillingur sem gerir talsettar myndir skemmtilegar en svo kemur Felix og eyðileggur þær ..er (bara komin með ógeð á honum)
Ég horfi á allar teiknimyndir á ensku þar sem þær eru enn betur talsettar… bæði af heimsklassa leikurum og síðan passar animationið við textann.
Undantekningar: Lion King, Aladdin, Pocahontas og Toy Story. Vil þessar frekar á íslensku því ég var svo mikil písl þegar ég sá þær fyrst :) Bara eitthver viss hefð. Þær eru samt frábærar á ensku og vissulega betur talsettar, mér finnst þær bara ekki vera eins.
'The entire Fleet knows that this man tried to stab me through the neck. And you missed! Butterfingers!'
miklu skemmtilegra að horfa á þær á ensku :D eins og myndin Flushed away :D bara snilldar mynd.. það er setningin : “Targets at twelve o'clock” svo lítur stóra hvíta rottan á úrið sitt :D þýtt yfir á íslensku : “skotmarkið í beinni sjónlínu”
Þegar ég var lítil þá bjó ég í Danmörku, þannig að fyrstu kynni mín af Disney myndum var að allir karagternir töluðu dönsku. Þegar ég flutti heim var ekki farið að þýða myndirnar yfir á íslensku svo maður varð bara að horfa á þær á enskunni (samt voru svona þættir eins og Sögur úr Andabæ og fleiri þýddir yfir á íslensku). En svo stuttu eftir að ég flutti heim var farið að þýða myndirnar yfir á íslensku og tók ég því fegins hendi (enda skildi ég ekki enskuna og gat ekki lesið textan). Eftir að það var búið að þýða myndirnar horfi ég á þær á íslensku. Hingað til hef ég bara rekist á eina mynd sem ég vil frekar horfa á ensku en íslensku og það er Cars. En í flestum tilfellum horfi ég á þær á íslensku og finnst ekkert að því.
gömlu myndirnar eins og aladdin, guffa grín, lion king, litla hafmeyjan og þær allar = íslensku maður fær svo góð flashbacks frá því maður var lítllþar sem maður þekkti þær bara á íslensku, get t.d. ekki huuugsað mér að horfa á lion king á ensku :O
nýju myndirnar : shrek, finding nemo, sharktale og allar þær með ensku :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..