Mig langar svo að vita hvað myndin heitir sem ég var alltaf að horfa á þegar að ég var lítil.
Ég man voðalega lítið úr henni en ég man að það voru fullt af dýrum í litlum bæ þar sem að einhver kóngur eða allavega einhver svona einræðisherra setti fólk í “fangelsi” sem borgaði ekki skattana sína. Í fangelsinu varð fólkið, eða dýrin að osti. Mygluosti. Ég man sérsaklega eftir öpum. Þessir apar voru með lítil apabörn sem að fóru með foreldrum sínum í fangelsið, og urðu þar af leiðandi að osti. Svo kemur einhver hetja og bjargar öllum úr fangelsinu og allir verða aftur “normal”.
Mörgum dettur kannski í hug Hrói Höttur en þessi teiknimynd er voðalega svipuð. Nema þetta með ostinn.
Mig langar svo að sjá hana aftur. Man eftir því að hafa séð hana heima hjá vini mínum fyrir nokkuð mörgum árum.
Væri vel þegið að fá að vita hvað hún heitir. Veit einhver hvaða mynd ég er að tala um?
Nafli er lok fyrir ástand í alheimsvanda, úti sem og Gabríel…