Uppáhaldsteiknimyndirnar mínar þegar ég var lítil voru Múmínálfarnir og Skófólkið. Fleiri þættir sem ég horfði reglulega á voru t.d. Dýrin í Fagraskógi, Einu sinni var og þættir sem voru alveg eins og Einu sinni var nema með rauðu og hvítu blóðkornunum í aðalhlutverki. Svo eru þætiir sem ég man ekki eftir að hafa séð nema tvo þætti af, en aðalpersónan í þeim hét Mikki. Hann var lítill strákur sem átti foreldra sem sást aldrei í nema fæturna á þeim og hnén á þeim beygðust aldrei. Mér fannst það alltaf frekar krípí.
mér leiddust alltaf allir þessir þættir, sérstaklega Kata og Orgill ( fékk helvítis intrólagið á heilann >:( ) því það var ekki beint teiknimynd, bara fullt af teikningum. Það voru engar hreyfingar í þeim þætti, frekar bara eins og slideshow.
Og Magdalena….. man ennþá helv*** intrólagið úr þeim þáttum. Þoldi þá ekki og geri ekki enn.
En Tinni eru einhverjir bestu þættir sem ég veit um (fyrir utan Simpsons, Svamp Sveinsson, South Park og Family Guy). Mig langar svo að fá þá aftur í sýningu
mér fannst gargoyles skemmtilegir, en besta teiknimynd allra tíma að mínu mati er The legend of Zelda: the animated series!! Skot á mark var líka ágætt, fyrir utan að þegar þeir voru í sókn, þá var alltaf eins og þeir væru að koma yfir eitthvað fjáll eða hól eða eitthvað svoleiðis…
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..