Hef séð Simpson á nokkrum tungumálum, með misjafnlegri útkomu auðvitað. Sem sagt, á þýsku, frönsku og spænsku… Svo eru örugglega til fleiri lönd sem dubba Simpson…??
Allavega, einhverra hluta vegna, nennti ég að horfa á þættina svona þótt að ég skildi ekki neitt… Kannski bara útaf því að ég er svona mikill Simpson fan ;)
Hvað finnst annars fólki besta/skársta “dubb-unin”?
Persónulega fannst mér sú franska vera skárst. Marge var næstum eins og sú original enska og Hómer allt í lagi svona (by the way þá var Hómer ömurlegur á þýsku… hljómaði eins og einhver fertugur kall sem heitir Dieter Hanz Grass) :)