Vá, ég hélt að ég yrði minnst 27 áður en ég myndi teljast gamall. Þegar ég hugsa um gömlu Cartoon Network þætti þá hugsa ég frekar um Captain Planet, Johnny Quest (eldri þættina), Plastic Man, Bird Man, Space Ghost, Wacky Races, The Mask, Help! It´s the Hair bear bunch, Banana Splits. Þetta eru þættirnir sem voru þegar Cartoon Network var að byrja á Íslandi, svona ´92 til ´93 minnir mig. Þættirnir sem þú ert að tala um komu ´97 til ´99 og eru ennþá í sýningu. Farðu bara á
http://www.cartoonnetworkeurope.com/ og þú getur fundið sýningartíma ungu teiknimyndanna þinna. Við eru held ég með sömu dagskrá og Noregur eða Svíþjóð. Þetta eru samt merkileg kynslóða skipti þar sem ég er aðeins tvítugur. Finnst ég enn of ungur til að segja ,,Ah, þetta unga fólk" en mér finnst það hæfa hér ágætlega.