Ef ég ætti að giska, og tek ég fram að ég hef ekkert fyrir mér í þessu, þá myndi ég halda að þeir myndu taka 4. seríu til sýningar. Maður myndi halda að leyfið sem þeir keyptu til að sýna þættina á sínum tíma gildi líka um þessa seríu. En ég er alls ekki viss um að það þurfi að vera langt þangað til að þeir byrja að sýna þá, það hafa verið þættir á Skjá einum teknir til sýningar á meðan serían er enn í gangi. Því til dæmis má nefna The Mountain, sem voru ekki búnir að vera lengi til sýningar í Usa þegar S1 tók þá til sýningar, líka skemmtilegt að minnast á það að það var einmitt verið að hætta með þá þætti um það leyti sem að S1 tók þá til sýningar, ef mér skjátlast ekki.
Þannig að ég held að það sé ekkert að óttast, ef að þættirnir fá grunn í Bandaríkjunum og halda áfram, þá ættu þeir að koma hingað innan skamms. Það er samt fyndið að Seth McFarlane er í raun kominn í samkeppni við sjálfan sig vegna þess að American Dad verður sýndur á sömu kvöldum og Family Guy, sem er ef ég man rétt á sunnudögum.