Núna í augnablikinu er það Lotus Hljóðsetning sem sér venjulega um talsetningu á teiknimyndum, hvort sem það er stórmynd eða teiknimynd á laugardagsmorgnum.
Sjálf hef ég farið í prufur þarna (þó ekki fyrir teiknimyndirnar) og málið er það að fólki er venjulega ekki leyft að bara koma inn í prufu. Lotus er með alveg gríðarlegan stóran lista af leikurum og reyndum barna- og unglingaröddum fyrir þetta djobb, og ef röddunargæjarnir frá Disney (eða hvaða fyrirtæki sem um er að ræða í því tilviki) líkar ekki við neina þeirra, ÞÁ er auglýst í blöðum eftir fólki.. sem gerist ofsalega sjaldan.
Venjulega kemst fólk inn í þetta ef það hefur sambönd, þá sérstaklega við stúdíógaurana eða leikara, þess vegna eru börn leikara oft valin í svona hlutverk.
Jamm, svona er bransinn.