Hefur maður verið að rekast á þætti sem ganga undir nafninu
Happy Tree Friends.Eru þetta þættir sem fjalla um dýr sem lifa í sátt og samlyndi við hvort annað, og sýnist alltaf í fyrstu að í þáttunum muni ganga allt upp.En svo þegar lengra er komið í þættinum kemur annað í ljós.
Oftast gerist það að annaðhvort rifnar hausinn af einu dýrinu,andlitið af öðru flaggnar af,og annað missir handlegg o.s.frv.
Eru þessir þættir í miklu uppáhaldi hjá mér sökum þess hve fyndið er að einhverjum myndi detta það í hug að búa til teiknimynda þætti bara um sæt lítil dýr sem eins og fyrir ofan stendur slasast illilega eða jafnvel deyja (eins og gerist oft í þessum þáttum).
Eru þarna meðal annars dýr á borð við kanínur,íkornar,birnir og margt,margt fleira.
Hvetur maður þá sem vilja skoða að kíkja á síðuna www.happytreefriends.com og horfa á nokkra þætti sökum þess hve skemmtilegt þetta er.Vill samt benda á það að þetta er ekki æskilegt fyrir LÍTIL börn að sjá.
Fannst mér gaman að skrifa þessa grein og vona ég að ykkur hafi fundist gaman að lesa hana og vonandi horft á þættina.
Friður og farið vel með ykkur kæru hugarar.