Hversu mikil snilld er ein teiknimynd? Ég keypti mér dvd spilara í vor og þessi snilldarmynd fylgdi með! Þetta er kannski ekki ekta teiknimynd heldur svona tölvugerð teiknimynd! ;)
Hún fjallar um trúðfiskinn Nemo sem býr hjá pabba sínum Marel. Þegar Nemo byrjar í skóla nær kafari honum og fer með hann heim til sín. Marel verður miður sín og fer örvæntingarfulla ferð yfir allt hafið til að finna hann. Á leið sinni kynnist hann óvenjulegum fiski,Dóru,sem þjáist af skammtímaminnisleysi. Ég ætla ekkert að segja frá því hvernig hún endar svo að fólk sem hefur ekki séð hana verði ekki fyrir vonbrigðum :p
Ég hló eins og vitleysingur að þessari mynd og mæli alveg eindregið með henni! Fiskurinn Dóra var mitt uppáhald,enda minnti karakterinn hennar mig mjög á sjálfa mig! :þ
Spurning til þeirra sem hafa séð hana!hvernig finnst ykkur þessi mynd?
kv.Laticia