Ég er á netinu í næstum allan dag, tilbúinn að samþykkja greinar, myndir, kannanir og spurningar(skrepp samt stundum frá), en samt sem áður er Djosiris sá eini sem er að senda eithvað af viti. Til að endurvekja áhuga fólks, er best að skrifa greinar. Kannanir vekja engan áhuga nema hjá stigahórum. Fólk, reynið að senda einhverjar greinir eða spurningar í “Spyrjið sérfræðinginn”, svo fólk komi hingað oftar.
Já, ég sé um að samþykkja þær svo að myndir sem fara ekki eftir reglum huga.is komist ekki í gegn. Ef myndin ykkar er ekki komin inn, sendið skilaboð/kvörtun til Vefstjórans og spyrjið hann út í af hverju myndin er ekki komin(ég held að hugi.is sé aðeins böggaður).
Það er skjal inn á huga sem umsjónarmenn áhugamála geta séð og vitna ég úr hlutanum sem fjalla um myndir.
Myndir: Ekki samþykkja margar myndir frá sama notanda (á sama áhugamál) sendar inn sama dag nema þetta sé frá einhverjum atburði sem kemur áhugamálinu mikið við. Athugið líka gæði myndarinnar, þ.e. er hún of lítil, óskýr, klippt (sumir taka myndir beint af einhverjum vef og eru myndirnar oft klipptar til þannig að helmingurinn er hluti af annari mynd) o.s.frv.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..