Spurningin sem ég hafði hugsað mér að velta upp hér á þessum kork, sem hefur fengið minni og minni athygli undanfarið, er hvort að áhuginn á Family Guy hafi dvínað svona svakalega eftir að þættirnir komu í sjónvarp eða hvort að eitthvað annað komi hér við sögu.
Þegar þessi korkur var settur upp fyrir þáttaröðina Family Guy var það alveg skiljanlegt. Þessir þættir eru alveg frábærir og skal enginn miskilja mig þannig að ég sé eitthvað á móti þessum þáttum. Þvert á móti hef ég einmitt verið að reyna að fá fleiri vini og kunningja til að horfa á þessa þætti, einfaldlega til að deila auðnum ef svo má að orði komast. En þrátt fyrir að þættirnir séu svona svakalega góðir þá er ekkert að gerast hér á korkinum. Hvers vegna?
Ég man enn þegar ég sá Family Guy fyrst. Það var á innlendri síðu sem hét að mig minnir yo.is og var þessi síða með Family Guy þætti í lélegum gæðum en það var alveg þess virði. Þetta var bara eitthvað sem var svo algerlega nýtt að það jafnaðist ekkert á við þetta. Simpsons voru ekki með þessar beinu árásir á amerískt samfélag eins og Family Guy og ég hafði aldrei séð nógu mikið af South Park til að geta komist almennilega inn í það, þannig að Family Guy var einmitt það sem ungur drengur eins og ég þurfti.
En svo lagðist yo.is niður vegna einhverra mála sem ég lagði ekki í að velta mikið fyrir mér og þá tók við sú leið sem að án efa margir hafa farið, að <i>,,redda mér”</i> Family Guy öðruvísi. Taka skal fram að á þessum tíma voru DVD diskarnir ekki komnir til landsins ef þeir voru þá komnir út almennt þannig að eigi skal dæma mig. Neyðin kennir nöktum strák að spinna og svo framvegis.
Svo kemur að því eftir smá tíma að ég hef horft á alla þættina sem eru komnir út og um það leiti fara DVD diskarnir að koma út og allir vita af Family Guy, að þetta eru svakalegustu þættir frá því að Simpsons voru ferskir eða hvað sem er. Áhuginn fyrir þessum þáttum var sterkur, en svo koma þeir á Skjá Einn og þessi korkur kemur upp, en ekkert gerist, aldrei kemur þetta flug sem maður hefði búist við að þessir þættir gætu náð. En mín kenning fyrir að þetta hefur gerst er þessi: Getur verið að þegar þættirnir hafa verið fengnir með ólöglegum hætti(ég er ekki að segja að ég, eða nokkur annar ef út í það er farið, hafi gert nokkuð slíkt) þá séu þeir meira spennandi? Ég man eftir því þegar ég var yngri að mér áskotnaðist þáttaröð um ungan Superman, nánar tiltekið þáttaröðin Smallville, og mér þóttu þessir þættir virkilega góðir. En svo komu þeir í sjónvarp og þá einhvern veginn áttaði ég mig á því að þetta voru alls ekki góðir þættir, þetta voru hreinlega leiðinlegir þættir, en samt er minningin sterk um að þessir þættir hafi verið góðir. Getur verið að eitthvað svipað hafi gerst með Family Guy?
Mér þætti gaman ef að einhverjir fleiri hafa skoðanir á þessu máli, sérstaklega vegna þess að ég vill ekki sjá þennan kork deyja út og vera sópað í burtu.
En nú er þetta orðið talsvert langt hjá mér þannig að ég segi þetta gott. Vonast til að einhverjar umræður vakni.
<br><br>Stewie: “Yea, and God said to Abraham, ‘You will kill your son Isaac.’ And Abraham said, ‘I can’t hear you, you'll have to speak into the microphone.' And God said, ‘Oh, I’m sorry, is this better? Check, check, check. Jerry, pull the high end out, I'm still getting some hiss back here.'”
(Family Guy)