Hvað hét hinn japanski teiknimyndaþátturinn sem var sýndur á undan þessum með Benjamín og ofur arnarskotinu hans (Skot og mark)? Aðalpersónan hét Kalli, markmaðurinn hét Maggi svo var einhver Rikki og feitur varamarkmaður sem hét Bessi eða Bjössi. Aðal vondaliðið hét Norðurbæingar þeir voru með ofurskot sem var þannig þrír sóknarmenn sentu ótrúlega hratt á milli sín og þóttust svo allir skjóta í einu en það var ekki hægt að sjá hver skaut, þeir höfðu líka klikkaðan markmann sem hét minnir mig Leifur. Þessir þættir voru skemmtilegri en Benjamín þættirnir.
Ps. Ef einhver hefur áhuga þá er hægt að fá Skot og mark leiki á netinu (Nes emulator), hann heitir Captain Tsubusa það er svona RPG fótboltaleikur. Maður hefur arnarskotið og keppir við Eirík og Sesar og svona, mjög skemmtilegur, nema hann er auðvitað á japönsku.