Smá um family guy, aðeins nánari lýsing en í greininni sem var send inn :l
<b>Fjölskyldan</b>
<b>Peter Griffin</b> - <i>Rödd: Seth MacFarlane</i>
Peter er feitur og frekar tregur starfsmaður Lucky-Go-Toy verksmiðjunnar (Seinna gerist hann fiskimaður). Hann kynntist Lois eiginkonu sinni þegar hann vann sem “towel-boy” við sumarhús frænku hennar. Hann nýtur þess mest að drekka bjór með vinum sínum á uppáhalds barnum sínum “The Drunken Clam” og horfa á sjónvarpið. Forfeður Peter eru írskir og svartir.
<b>Lois Griffin (Pewterschmidt)</b> - <i>Rödd: Alex Borstein</i>
Lois fæddist inn í hina ríku Pewterschmids fjölskyldu en hefur þó aldrei verið mjög hrifin af auðæfunum og snobbinu í ættingjum sínum. Hún giftist Peter og fluttist frá New-Port til að sleppa frá öllu þessu. Lois er húsmóðir en kennir á píanó.
<b>Meg Griffin</b> - <i>Rödd: Mila Kunis</i>
Meg er elsta barn Peter og Lois, hún sækist sífellt eftir vinsældum og aðdáun fólks en það gengur ekki svo vel. Fjölskyldan og þá sérstaklega faðir hennar er henni sífellt til skammar. Hún er skotin í Kevin nágranna þeirra. Mila Kunis talar fyrir hana en Lacey Chabert talaði fyrir hana í fyrstu seríu.
<b>Chris Griffin</b> - <i>Rödd: Seth Green </i>
Chris líkist föður sínum, hann er bæði feitur og heimskur líkt og faðir sinn. Hann er samt sérstaklega hæfileikaríkur teiknari.
<b>Stewie Griffin</b> - <i>Rödd: Seth MacFarlane</i>
Stewie er ótrúlega gáfað barn sem hefur það stærsta markmið í lífinu að taka yfir heiminn. Hann hatar móður sína og reynir sífellt að drepa móður sína en það hefur ekki tekist hingað til. Besti vinur Stewie er samkynhneigði bangsinn hans Rupert. Nokkur ruglingur hefur verið um hvort fjölskyldan skilji Stewie. Sannleikurinn er þó að þau skilja hann en algjörlega hunsa hann (Seth MacFarlane staðfesti það).
<b>Brian Griffin</b> - <i>Rödd: Seth MacFarlane</i>
Brian telst varla sem hinn venjulegi fjölskyldu-hundur. Hann fæddist á bóndabýli einhverstaðar nálægt Austin, Texas og hefur frá fæðingu getað talað mannamál. Peter hirti hann upp úr ræsinu og tók hann með sér heim og hann hefur búið hjá þeim síðan. Brian er afar fágaður en stríðir við áfengisvandamál og varð einu sinni háður eiturlyfjum, hann hefur frábæra söngrödd, talar reiprennandi frönsku og græna beltið í tae-kwon-do.
<b>Nágrannar og Vinir</b>
<b>Bonnie og Joe Swanson</b> - <i>Rödd: Jennifer Tilly og Patrick Warburton </i>
Joe lögreglumaður sem lamaðist fyrir neðan mitti þegar hann steig á hjólaskauta og féll fram af þakki þegar hann var að berjast við þjóf sem stal jólagjöfum af munaðarleysingjahæli. Þau eiga soninn Kevin saman auk þess að Bonnie hefur átt von á þeirra seinna barni í gegnum 3.Seríur af þáttunum. Jon Cryer talar fyrir Kevin.
<b>Cleveland og Lorretta</b> - <i>Rödd: Mike Henry og Alex Borstein</i>
Cleveland kynntist Peter þegar hann tók hann upp í bílinn sinn og keyrði hann til New-Port (kemur fram í Death Lives - 6 þáttur, 3 seríu). Lorretta ræður yfir heimilishaldinu. Cleveland rekur veitingastað. Þau eiga saman soninn Cleveland Junior sem verður að teljast vægast sagt hyper-active.
<b>Glen Quagmire</b> - <i>Rödd: Seth MacFarlane</i>
Vinur Peters sem hann kynntist á bandarísku flugmóðurskipi sem veiddi Peter upp úr sjónum (Aftur úr Death Lives). Quagmire er flugmaður en eyðir mestum af sínum tíma við það að pikka upp konur.
Hann er leynilega ástfanginn af Lois.
<b>Um Þættina</b>
Byrjað var að sýna þættina á FOX árið 1999 en var hætt að framleiða þá 2002. “Family Guy Viewer Mail #1” var síðasti þátturinn sem var sýndur en einn þáttur í viðbót var búinn til (When You Wish Upon a Weinstein). Seth MacFarlane höfundur þáttanna fæddist árið 1973 í Kent, Connecticut. Hann hefur átt þátt í að búa til marga vinsæla sjónvarpsþætti, þar á meðal Cow and Chicken, Johnny Bravo, Dexter's laboratory og fleiri.
Family Guy hefur verið líst sem blöndu af “The Simpsons” og “Married … With Children” og grófari útgáfu af Simpsons. Talað hefur verið um Family Guy bíómynd og jafnvel ef að sala á DVD diskunum gengur mjög vel að halda áfram með þættina.<br><br><b>[<a href="http://evil.stuff.is">.evil.</a>]Drizzt Do'Urden</b>
<b><font color=“#000000”><a href="http://www.simnet.is/drizzt">http://www.simnet.is/drizzt</a></b></font>
<b><font color=“#000000”><a href=“mailto:drizzt@simnet.is”>drizzt@simnet.is</a></b></font>
<b>- All mammals have hair. Whales are mammals, there for whales must have hair. Shave the Whales!</