mmMKay - sýningar MK á South Park
Góðir hálsar, nú hefur verið skipulögð vikuleg sýning á South Park þáttum. Sýningarnar verða haldnar í Menntaskóla Kópavogs. Gengið er inn inngangin fjær Hamraborg sem að snýr að Smáralindinni og síðan er bara beygt til hægri (ættuð að heyra í okkur þá). Sýningarnar eru á miðvikudögum kl.20:00. Það verður 1. serían sem verður sýnd á DVD, auðvitað á tjaldi með hágæða skjávarpa. Á að halda smá South Park áhangenda fund á meðan verið er að láta upp græjurnar. Ef að þið hafið séð 1. seríu og eruð að pæla í hvað er svona öðruvísi núna þá hef ég útbúið lista: DVD gæði, breiðtjald, góð stemmning, flott húsnæði og auðvitað fáiði að sjá mig (snerting ekki innifalin). Endilega reynið að mæta (þetta byrjar 29. október ef þið eruð óviss) því að þetta er frítt.