Hver man ekki eftir þeim sæluárum þegar The Simpsons voru
sýndir á RÚV(ég man ekki alveg hvaða góðu ár þeir voru sýndir
þar). Þeir voru sýndir á laugardagskvöldum og ég horfði alltaf
á þá með mömmu, pabba, stóru systur minni og tvíburasystur minni(sem er skráð á Huga sem KataP).
Ég var að vísu frekar lítill þegar ég byrjaði að horfa á
þættina, ég held að ég hafi verið svona u.þ.b. 4 ára, en þá hafði ég gaman af þáttunum vegna annarra hluta en ég hef gaman af
þeim í dag, sá hlutur var að þeir eru teiknimyndaþættir.
Núna er ég 12 ára, 13 í nóvember og nú horfi ég á þá(ef að ég hef færi á að sjá þá) af því að þeir eru fyndnir og skemmtilegir.
Núna eru þættirnir bara sýndir á Stöð 2(held að það sé alveg örugglega hætt að sýna þá þar líka) og þar sem að ég er ekki með Stöð 2 hef ég ekki getað séð mikið af nýjum þáttum alveg síðan að hætt var að sýna þá á RÚV, ég hef bara horft á gamla þætti á spólum.
Svo að nú finnst mér að það eigi að sýna gömlu þættina aftur á RÚV,
ef að það er hægt, þá er ég hamingjusamur.
Ég tala vonandi fyrir hönd flestra Simpsons aðdáenda, hvort sem þeir sem eru með Stöð 2, eður ei.
Yaina