þýðing þeirra á þessu enska nafni sem þeir vilja kalla “Fjarlæg framtíð”. Mér er svo sem alveg sama um
þýðinguna sjálfa en málið er að þýðingin er sett BEINT YFIR BRANDARA.
Fyrir þá sem hafa kannski ekki tekið eftir því þá stendur í byrjun hvers Futurama þátts ein lína eða
tákn sem er brandari frá höfundunum. Tökum sem dæmi um daginn þá stóð “Featured in brain control”.
Fyrir þá sem ekki fatta brandarann þá stendur oft í byrjun margra þátta “Featured in dolby surround” eða
eitthvað á þá vegu. Í gær(miðvikudag 23.nóv) kom einmitt svona grín en þar stóð eitthvað á þá vegu
“Benders wardrope…”. Ég náði ekki brandaranum vegna þess að TEXTAÞÝÐINGIN VAR FYRIR. Hallóóó.
Ef RUV vill endilega texta þættina sína , þá bið ég þá vinsamlegast um að gera það vel en ekki sletta
textanum bara hvar sem er og hvenær sem er. Sérstaklega vegna þess að textinn er svona stór og
klunnalegur. Ímyndið ykkur ef þeir settu texta yfir allan brandarann sem Bart Simpson skrifar á
kennaratöfluna í byrjun hvers Simpons þáttar.
Spirou Svalsson