Ég sendi stöð 2 email með ábendingu á að kikja á umræðunna um auglýsinga hlé og hérna er svarið sem ég fékk:
Sæll Þorgeir!
Ég þakka þér fyrir ábendinguna en ég hef verið að fylgjast með þessum
umræðum.
Ástæðan fyrir þessum breyttu áherslum í auglýsingabirtingum er sú að við
vildum gera tilraun til að stytta auglýsingahlén milli þátta með því að
færa auglýsingarnar eina og eina inn í þættina.
Nú höfum við ákveðið að vera ekki með birtingar inni í þáttum en ætlum að
halda áfram með þær inni í þáttum á borð við 60 mínútur sem eru settir
saman úr mörgum atriðum (segmentum). Við verðum að birta auglýsingarnar
inni í Simpson's til að efna samning sem gerður var við Vífilfell og stóð
út þessa þáttaröð. Eftir að henni lýkur munum við ekki halda áfram að birta
auglýsingar inni í framhaldsþáttum.
Vonandi verður þetta svar til að sefa þína reiði,
Kveðja,
Hjördís Björnsdóttir
Stöð 2