Svo þykja mér næstum allir simpson þættir snilld, og jafnvel þó þessir með lisu og Marge séu stundum í daufari kanntinum, þá vildi ég frekar sjá þá en e-ð annað sjónvarpsefni hvaða dag vikunnar sem er.
p.s. hver sem þú varst, þá gengur karakter Lisu út á að hún er nörd sem veit of mikið, en fatter samt ekki heiminn.
p.p.s. Svo kom einu sinni þáttur (ábyggilega í 6. eða 7. syrpu), þar sem fjölskyldan fór í bústað sem Flanders átti, og voru þar í einhvern tíma, þá hegðaði Lisa sér eins og venjulegur krakki, eignaðist fleiri vini en Bart á nýja staðnum (honum til mikillar skammar), en endaði á að vera alveg eins þegar hún kom heim aftur. Svo ekki segja að hún geti ekki verið venjulegur krakki í 1 þátt, því hún var venjulegur krakki í nákvæmlga einn þátt.