Einn besti Simpsons þáttur í heimi byrjar þannig að þeir eru að gera grín af Indjana Jhones. Homer er náturulega kúlan og var miklu stærri en í Indjana Jhones myndinni en aftur að þættinum. Hann Bart á að taka einhvern hlut með sér í skólan og hann tekur með sér Jólasvein hundinn sinn. Síðan er maður að koma að skoða skólan sem Bart og Lísa eru í. Síðan fer Bart að sýna hundinn sinn og hvað hann getur. En síðan má Bart ekki lengur vera með hundinn inni í kennslustofunni og þarf að láta hann inni í kompu. Þá finnur hundurinn lykt af mat og klifrar gegnum loftræstikerfið. Þá heira allir í loftræsti kerfinu þá fór húsvörurinn að rannsaka málið og fer inn í loftræsti kerfið á eftir hundinum. Einmitt á þessum tíma kemur gaurinn sem ætlar að skoða skólann. Og svo þegar hann kemur inn í leikfimisalinn sem er seinasti staðurinn sem hann ætlar sér að skoða ætlar hann einmitt að fara að segja að allt sé með felldu og að hér sé góður agi og eithvað þannig bull þá nær húsvörðurinn hundinum og loftræstikerfið dettur einmitt í leifimisalnum og þá hefur gaurinn ekki sömu skoðun á skólanum og hann hafði áður fyrr fyrir nokrum mínótum. Svo að hann lætur reka skólastjórann og hann ræður einn fáranlegasta mann í heimi í starfið hann ræður Ned Flenders þótt ég væri allveg til í að hafa hann sem skólastjóra því hann leyfði allt þá meina ég allt. Enn hann endist ekki lengi í starfinu og þá kemur aftur hinn sami leiðinlegi skólastjóri.
Þannig að ég hef hér með lokið grein minni að mestu leiti fyrir utan það að það eru til tvær gerðir af þáttum sem grínið af Indijana Jhones. En allir ættu að sjá þessa þætti því þeir eru hrein snilld ég gef þessum þætti ****/****
ERIKOS