Sería : 12
Gestaleikarar : Stephen King, Drew Barrymore
Þegar Homer og Bart sprengdu upp herbergið hennar Lísu á afmælisdaginn hennar þá fær hún að ráða hvað þau gera. Hún ákveður að fara í Bókamarkað. Þar er Krusty að árita nýju 20 síðna bókina sem John Updike skrifaði fyrir hann. Það kemur svo stelpa til hans og segist vera dóttir hans, það reynist rétt því Krusty var í USO í persaflóastríðinu og kynntist mömmu stelpunar þar. Hann fær hjálp frá Hómer um hvernig á að vera góður faðir.
Þátturinn var nátturulega frábær og innihélt mörg klassísk atriði eins og þegar Marge hittir Stephen King og hann fer að tala um nýju bókina sína sem fjallar um Ben Franklin og fókusar á þegar hann var að drepa græna fjallabúa og lykillinn sem hann batt á enda flugdrekans var lykillinn að helvíti!!! En fyndasta atriðið var þegar Moe, Krusty, Homer og Fat Tony voru að spila póker og Krusty fer út í bíl og Hómer byrjar að syngja Wimowa frá “The Lion Sleeps Tonight”.
Einkunn: ***/ af ****