-Spoiler-
Þetta var fyrsti Futurama þátturinn sem ég sá. :)
Bender og Fry eru í einhverri “Future-Tegund” af golfi þegar Professor kemur inn og segir að þeir (og Leela) séu ekki nógu góð til að fara í næstu sendiferð fyrir hann.
Leela trúði því ekki og hélt því fram að þau gætu gert þetta, og Professor lét svo eftir að lokum.
“You have to collect honey, no ordinary honey, this is honey made by the vicious space bees!”
Þau áttu að fara inn í risastórt býflugnabú með geimbýflugum og safna hunangi og koma með aftur “heim.”
Þau fóru á geimskipinu inn í “býflugnabúið” og Bender átti að tala við Býflugunar (Trufla), sem var hægt með því að dansa.
Á leiðinni finna þau gamla geimskipið og finna.. well no spoiling ;)!
Að lokum finna þau aðal býflugnastaðinn, og byrja að safna hunangi. Fry dettur í hlaup-poll og þar finna þau lítið “býflugnabarn”, og Leela vill fara með það heim, til að það geti búið til meira hunang fyrir þau.
Svo endar Bender með því að klúðra öllu, og þau hlaupa aftur í geimskipið og rétt ná að sleppa.
Í geimskipinu, þegar þau halda að það sé allt í lagi, stingur býflugnaunginn Fry, og hann “deyr.”
Í jarðaförinni verður hann svo sendur út í geim, í líkkistu.
Leela reynir að borða geimhunang til að líða betur, og henni dreymir um Fry. Oft, í draumum hennar, verða hlutir sem henni dreymir um Fry að veruleika á óskiljanlegan hátt, því hann á að vera dauður. Brain-scannerin hans Professor segir samt að Fry sé dauður, og ekkert geti komið honum aftur til lífs. Allt leiðir til þess að Leela sé orðin geðveik… og í endanum ætlar hún að taka 3 skeiðar af geimhunangi, sem á að vera svefn að eilífu..
Ég ætla ekki að eyðileggja endinn, þú mátt pma mig ef þú ert forvitin/n.
Ég gef þættinum 9/10.