Þessi þáttur er uppáhalds Futurama þátturinn minn.
Hann byrjar með að Bender er að reyna að vera einhver svakalegur galdramaður, þegar Fry sér í “mogganum” að Pizzustaður frá þeim tíma sem Fry lifði hafði verið fundinn, sá sami og Fry vann á. Bender og Fry fóru svo þangað til að kíkja á.
Svo sér hann hundinn sinn, Seymour, uppstoppaðann þar, og þátturinn fjallar aðallega um Seymour.
Svo “flashback” um þegar Fry hittir Seymour fyrst.
Fry reyndi að taka hundinn með sér heim, en verðirnir tóku hann og hentu honum út.
Fry reynir svo að mótmæla, og fær svo hundinn sinn til baka á endanum. Í miðjuni á þessu kemur annað flashback, um Seymour á pizzustaðnum. Þá er Seymour búinn að læra “walking on sunshine”.
Fry fer með hundinn heim, og eftir að hafa talað við Professor finnur hann út að hann getur klónað Seymour, og kallar hann besta vin sinn. Bender verður þá öfundsjúkur.
Þá, kemur enn annað flashback um hvernig Fry komst 1000 ár fram í tímann.
Fry fer að kaupa fullt af hlutum handa Seymour, og Bender verður öfundsjúkur og reynir að gera flottari hluti en Seymour gat gert, en Fry lætur ekki til leiðast.
Enn annað flashback, þá er Seymour heima hjá Fry að reyna að láta fjölskylduna hans elta hann til að hjálpa honum að finna út hvar Fry er.
Bender er svo líka kominn með hund, en ennþá er Fry staðfastur í að fá Seymour sinn aftur.
Svo byrjar klónunin, í miðjunni á klónuninni kemur Bender in til að minna Fry á galdraæfinguna, en Fry verður reiður og segir Bender að láta sig vera.
Þá hleypur Bender að hundinum, og hendir honum í hraun-laug sem var þarna.
Fry hleypur og ætlar að fara í laugina til að ná í Seymour með orðunum “He would come after me!”
Annað flashback, af Seymouri að leita allstaðar af Fry og finnur svo loks rannsóknarstofuna sem Fry var í…
Þegar Fry er næstum farinn ofan í stökkva Leela og Amy á hann og stoppa hann (Þær voru að æfa einhverja glímu.)
Bender verður leiður á að sjá þetta, og stekkur inn í hraunið til að finna hundinn.
Flashback af Seymour á rannsóknarstofunni, en foreldrar Fry koma og taka Seymour burt, en taka ekki eftir Fry.
Svo þegar þau klóna finna þau út að Seymour hafði lifað 12 ár eftir að Fry varð frosinn í .. “tímavélinni” !
Fry stoppar klónunina (með því að eyðileggja vélina,) og segir að Seymour hafi örugglega löngu gleymt honum..
Eeeen, þú verður að sjá þáttinn til að sjá hvað gerist í endanum :) Mátt samt pma mig ef þú getur ekki reddað þér þættinum og ert að deyja úr forvitni.
10/10, no doubt. Besti Futurama þáttur sem ég hef séð, endinn snertir mann.