Þátturinn byrjar með að Peter er á The Clam, með félugunum að horfa á sjónvarpið þegar þar er sagt að það séu fjórar silfur rúllur sem hægt er að fá í bjórflöskum, sem er boðslykill í risastóra bjórverksmiðju. (Charlie and the Chocolate Factory style.)
Á meðan er Lois að kenna einhverjum krökkum að spila á píanó fyrir einhverja píanóleika-keppni, og er staðráðin í að vinna “aðal andstæðinginn” sinn.
Peter kaupir fullt af bjórflöskum til að vinna silfur rúlluna, en eftir að hafa drukkið fullt af flöskum er hann enn ekki búinn að vinna.
Fyrir utan er Joe vinur hans búinn að vinna fyrstu silfur rúlluna.
Næst er Peter í vinnuni þegar vinnufélagi hans segir að síðasta silfur rúllan sé fundin. Peter hleypur að sjónvarpinu og þá er von hans farin. Á leiðinni heim finnur hann út að þetta var falsað, og það væri en ein rúlla eftir (Charlie & the Chocolate factory style once again.)
Peter finnur svo silfur rúlluna í síðasta bjórnum sínum, og hleypur heim með hana.
Eins og í Charlie and the chocolate factory, þá eru einhverjir álfar eða hvað sem þeir eru sem dansa í kringum fólkið áður en það “tapar”, og þarf að fara heim.
Fyrst tapar Joe og þarf að fara út, og þau halda áfram að skoða, þegar Brian og Peter stelast í einhvern bjór, og verða “úr leik.”
Þegar þeir koma heim er Lois að reyna að kenna einhverjum krakka á píano enn og aftur, á meðan Stewie er að reyna að horfa á sjónvarpið. Lois fer upp að sækja eitthvað og þá stórslasar Stewie krakkann og Lois þarf að finna nýjann, sem verður Meg.
Svo kemur Peter og vill að Lois sendi eitthvað “hate-mail” til bjór-fyrirtækis eigandans en hún er upptekin að reyna að kenna Meg að spila á píanó. Þá verður Peter reiður og er allt í einu orðinn eitthvað svaka góður á píanó, en þau finna út að hann er bara góður á píano þegar hann er fullur.
Lois fer með Peter á píanó keppnina þegar drykkjan rennur af honum, svo þau brjótast í eitthvað party og stela bjór, og Peter verður fullur. Í keppnini vinnur Peter, og þau koma heim með verðlaunin.
Ég gef þessum þætti 6/10 .. :p