Hæ. Mér finnst afskaplega sorglegt hve lítil virkni er annars á þessari snilldarsíðu, þannig að ég er búin að ákveða að gera aumlega tilraun til að hrista aðeins upp í liðinu.

Fyrir svolitlu síðan kom einn Simpsons aðdáandinn með hugmynd á þann veg að við myndum deila fyndnustu atriðum þáttana með okkur. Mér finnst þetta góð hugmynd og hún gæti kannski glætt smá lífi í þessa umræðu. Það getur verið alveg ótrúlega skemmtilegt að spjalla við Simpsons fólk, sem er kannski jafn truflað á geði og maður sjálfur :) Ég var að hugsa um að ýta boltanum svona aðeins af stað og sjá hvað gerist.

Ég hlæ alltaf jafn mikið þegar eitt gott atriði úr “two bad neighbours” (ég held að hann heiti það. Þegar Bush flytur í hverfið) kemur. Bush er að lesa forsetatíðindi eða eitthvað álíka og Bart labbar inn. Bush verður var við hann og lætur blaðið síga niður. Í ljós kemur geðveikislegt andlit Barts og hann segir “Helloooo mister president”. Ég ligg í gólfinu, *lol*.

Atriði í þættinum þar sem Bart, Milhouse og Martin kaupa fyrsta blaðið af “radioactive man”. Gert er grín af þáttunum “wonder years” (man einhver eftir þeim). Fann það á netinu orðrétt og ég ætla ekki einu sinni að reyna að þýða það yfir á íslensku. Það myndi ekkert vera fyndið:

Marge: Maybe a part-time job is the answer.
Bart: Oh, Mom, I couldn't ask you to do that. Your already taking care
of Maggie and Lisa is such a handful.
Lisa: She means <you> should get a job, stupid!
– Bart needs $100 to buy a comic book, ``Three Men and a Comic Book''

Bart: [Daniel Stern's voice, a la Wonder Years] Me? Get a job? Were they
serious? I didn't realize it at the time, but a little piece of my
childhood had slipped away, forever.
Homer: Bart! What are you staring at?
Bart: Uh, nothing. [Daniel Stern continues] He didn't say it, and neither
did I, but at that moment, my dad and I were closer than we…
Homer: Bart! Stop it!
Bart: Sorry.

Loks verð ég að nefna tvær aukapersónur: Cletus (algjör snilld) og snobbaði gaurinn sem stelst í sykurhrúguna hans Homers þegar hann sofnar á verði.

Jæjja fólk. Hvernig væri að rifja upp þessa gullnu atriði sem höfundar Simpsons kreistu úr heilasellunum, skelltu á sjónvarpsskjáinn og glæddu þar með líf okkar taumlausri gleði.

P.s: Skemmtilegar Simpsons heimasíður:

http://www.nohomers.net/

http://www.snpp.com/