Walt Disney Jæja hugarar.
Mér datt í hug að koma með smá um gamla vin okkar, Walt Disney
Allavega..

Nafn Walt Disney er þekkt útum allan heim, en persónurnar sem hann
hefur skapað eru jafnvel enn þekktari - Mikki Mús, Andrés önd, Guffi
og óteljandi margar aðrar teiknimyndarpersónur. Disney bjó til
teiknimyndir, var sýningarmaður og kaupsýslumaður af stórum
mælikvarða. En aðallega var hann sögumaður í hefð grískra
dæmisagnahöfunda frá 6. öld, eða annarra vitra vitringa frá ólíkum
heimsmenningum.

Disney sagði eitt sinn frá vinnu sinni :
“Öll góð leikrit eða myndir hafa boðskap að kenna, siðarlærdóm að
færa fram.” Það hafa verið sannar dæmisögur og leikrit síðan Aesop og
Shaekspeare. Það er ástæðan fyrir að rithöfundar hafa alltaf haldið fram
að sviðið, og nú skjárinn, sé mjög áhrifamikill lærdómur. Hvar er vitið í
að gera kvikmynd nema þú hafir eitthvað mikilvægt að segja ? Trikkið
er að segja það án þess að predika. Segja það með skemmtun.

Walt Disney fæddist í Chicago, Illinois, 1901. Þegar Hann var 5
ára, keypti fjölskyldan hans sveitabæ í Vestur - Missouri. Þegar hann
var lítill, teiknaði Walt teikningar af dýrunum á bænum. 1910 seldi
pabbi hans bæinn og fluttust þau svo til Kansas, þar sem hann keypti
dagblaðs - sendingarfyrirtæki.
Walt og eldri bróðir hans Roy, voru ætlaðir til þess að hjálpa í vinnu
pabba þeirra, og um 10 ára aldur varð Walt að vakna klukkkan 3:30 um
nótt til að gera morgunblaðið “Kansas city star” tilbúið til sendingar.
Áhugi hans á að hélt áfram, og leyfði pabbi hans honum að fara á
laugardögum í tíma hjá Kansarcity art institute.

Þegar Bandaríkin tóku þátt í stríðinu World War 1, vildi Walt skrá
sig í herinn en hann var ekki nógu gamall til þess. Í staðinn gekk hann til liðs við
Rauðakrossinn og þjónustaði þar sem bílstjóri á sjúkrabíl.
Þótt stríðið endaði áður en hann komst til Evrópu, fekk Walt starf í stuttan
tíma í Frakklandi, þar sem hann var óopinber listamaður sinnar sveitar.
Þegar hann kom aftur til Bandaríkjanna 1919, var hann ákveðinn í að
gera sér starfsferil í auglýsingarlist. Lokst fann hann sér vinnu hjá
Kansas City ad company sem teiknuðu auglýsingar sem voru notaðar í
kvikmyndahúsum. Með því að prófa að nota þappa fígúrur í
hreyfimyndum, gaf Kansar City film ad honum mikilsverða þjálfun, og
eftir stuttan tíma fór hann að reyna að gera sitt eigið fyrirtæki. Hjá
fyrirtæki sem hét Laugh-o-grams, Disney og hægileikaríkur teiknari frá
Hollandi, Ubbie Jwarks gerðu fullt af hreyfiteiknimyndum, og völdu
efni sín af áhuga frá ævintýrum. 1923 þurfti Walt að loka fyrirtækinu
sínu vegna peningaleysis og flutti til Kaliforníu. Þar byrjaði Disney
stúdíóið, og byrjaði hann það með bróður sínum.

Meðan Walt og hans starfslið af listamönnum voru ábyrg fyrir að
skapa hreyfiteiknimynda, var Roy ábyrgur fyrir stjórnunni. Þessi
skipting á valið virkaði einstaklega vel. Fyrstu þáttaraðirnar sem
stúdíóið gerði var “lísa í Undralandi”. Eftir 60 þætti í þeirri þáttarröð,
gerði Disney persónuna “Oswald heppna kanínan”, en Disney hafði
ekki fullan höfundarrétt á henni, leitaði Disney af nýrri persónu sem
Disney dreifði alveg sjálfur.

Mikki mús var samvinnuframleiðsla Walt Disney og Ub Iwerks.
Með því að finna svo að það væri auðveldara að láta kringlótt form
hreyfast heldur en ílöngform, gerði Iwerks Mikka úr tveim stórum
hringjum, einn fyrir líkama hans og einn fyrir hausinn, sem voru fastir
með tveim minni hringjum fyrir eyru, og slöngulaga hendur og fætur,
stórar hendur, og stóra fætur. Walt Disney skilgreindi sjálfur hvers
konar persónuleiki Mikki átti að vera og í 20 ár talaði hann röddina fyrir
Mikka.

Mikki mús sem byrtist fyrsta skiptið 1928 í teiknimyndinni
Steamboat Willie, og var ekki eins þægur og við þekkjum hann í dag.
Hann var óþekkur og kom sér í vandræði, þótt hann væri ekki með þau
kvikindislegu einkenni eins og margar teiknimyndapersónur hafa.
Í Steamboat Willie, teygjir Mikki rófu á ketti til að gera að strengja
hljóðfæri, gerir tónlistarmelódíu á meðan hann mjólkar júgur á kú og
notar tennur úr kú sem sílafón. Eftir að fyrstu Mikka mús myndirnar
gengu vel í að gera Mikka sem nokkurs konar hetju, fannst Disney að
almenningurinn vildi að Mikki myndi hegða sér almennilega. Þegar
Mikki fór yfir strikið í teiknimynd, fór stúdíóið að fá fullt af bréfum frá
fólki og samtökum sem fannst að persónan væri að stofna réttri hegðun í
hættu. Þetta gerði það miklu erfiðara að koma Mikka í fyndnar aðstæður
og hann varð alltaf enn meiri hefðarmús eins og við þekkjum hann.
Hlátri var komið aftur af stað með nýjum teiknimyndapersónum sem
listamenn Disney sköpuðu. Plútó, tryggi en tornæmi hundur Mikka
birtist 1930, og hin tregi Guffi 1932 og illræmdi, óskiljanlegi Andrés
önd, sem Clarence “Ducky” Nash talaði fyrir.

Í viðbót við Mikka mús teiknimyndirnar, fór Disney stúdíóið að
vinna í nýrri tegund af hreyfimynd sem þeir kölluðu Silly symphonies,
þar sem tónlist og teiknihreyfimyndir koma saman í að segja sögu.
Þessi framsetningur leyfði Disney að prófa ólíkar týpur með ólíkum
litatæknisaðferðum, eins og litatækni í kvikmyndagerð. Af öllum
Disney Silly symphonies náði 3 litlir grísir mestum árangri, og
vinsældir hjá almenningi og fékk það Walt til að hugsa um enn fleirri
óþekkt verkefni - hreyfiteiknimyndasögu sem gæti gengið í meira en
klukkustund.
Með því að gera mynd í fullri lengd fékk Disney tækifæri að nota
flóknari söguþráð og þróa meiri smáatriði í persónum í sögunni. Hann
vonaðist til þess að gera hreyfanlegt ævintýri sem gæfi þann galdur sem
leiknar kvikmyndir höfðu ekki. Aðrir kvikmynda stjórnendur í
Hollywood fundust að hann vera að gera skelfileg mistök.
Þeir trúðu að enginn mundi vilj sitja og horfa á svona langa teiknimynd.

Disney byrjaði að skrá niður hugmyndirnar sínar 1934. Hann valdi
söguna um Mjallhvíti og dvergana sjö sem sína fyrstu mynd sína í fullri lengd.
Snemmbúin uppköst og handrit syndi á sviðunum sem Disney,
listamenn hans og rithöfundar gengu í gegnum í að ná endalegum
árangri.
Þótt Mjallhvít, klikkaða drottningin, og prinsinn voru merki um
ævintýrapersónur, var persónusköpun dverganna sérstök. Snemmbúin
handrit sýndi hvernig Disney skipti niður meira en 40 nöfnum og
persónu skissum. (Biggy-Wiggy, Biggo-Ego, Gaspy, Awful) af
dvergunum sjö sem eru nú partur af krakka menningunni - Purkur,
Kútur, Naggur, Teitur, Hnerri, Glámur og Álfur. Frumeintök af lögum
voru samin til að fylgja sögunni, og ævintýra stemningu í tímaleysi var
komið af stað. Þegar Mjallhvít og dvergarnir sjö var frumsýnd í
jólavikunni, 1937, var það tafarlaus árgangur, og var Disney
verðlaunaður með Academy Award fyrir mikilverða skjánýsköpun.
1940 lagði Disney aftur mikið undir, í það skipti til að gera myndina,
Fantasia, hreyfiteiknimynd sem var túlkun á klassískri tónlist með
tónskáldum eins og Bach, Brahms og Tchaikowshi. Meðan viðbrögð
áhorfanda fyrir myndina voru blönduð, einn gagnrýnandi í New York
sem skrifaði um myndina sagði:“Kvikmyndasagan var gerð í gærnótt.”
Og vissulega braut hann öll fordæmi. Fantasia sýnir einnig vilja Disney
í að prófa tæknilegar nýjungir eins vel og með sögu og þemu. Hann
hannaði hljómflutningstæki sem voru á undan með stereo hljóðum með
ásettum hátölurum (30 alls) kringum salinn og líka fyrir aftann skjáinn.

Aðrar myndir með Disney voru í fullri lengd á árunum 1940-1950
hafa svo orðið partur að menningar arfi barna. Gosi, Dúmbó,
Öskubuska, Pétur Pan, og aðrir sýndu efnisvið sögurnar sem gæti verið
útskýring teiknimyndirnar. Disney Stúdíóið hélt áfram að þróa nýjar
tæknir og tækjabúnað til að auka sköpunar möguleikana.

Í kringum 1950, byrjaði Walt Disney að færa starfsemina í
önnur svið í skemmtunum. Hann byrjaði að verða meira alvarlegur í
leiknum kvikmyndum og náttúru myndum. Hann byrjaði langa
sjónvarpsþáttaröð og hann opnaði fyrstu af sínum frægu
skemmtigörðum, Disneyland, 1955 í Suður-Kaliforniu.

1964 var land í Flórída keypt fyrir Walt Disney land. En Disney
sjálfur lifði ekki til að sjá annan garðinn sinn opnaðanm Október 1966,
fattaði Disney að hann þjáðist af lungnakrabbameini. Þótt annað lungað
var tekið burt, dó hann 15. Desember, 1966, á sjúkrahúsi beint á móti
götuni þar sem stúdíóið hans var.
Og munum við sakna hans öll.