Allaveganna ætla ég að segja frá þáttunum 801, 803, 804 og 805. Ég segi fyrst hvað þátturinn gengur út á en svo kem ég með greinarskil þar sem sagt verður frá endinum þannig að þið vitið allaveganna af þessu og lesið ekki það sem þið viljið ekki lesa.
801 - Good Times With Weapons.
Hvað get ég sagt annað en að þetta er bara geðsjúkasti og besti þátturinn sem gerður hefur verið. Hann byrjar á því að strákarnir eru á einhverri sýningu í bænum þar sem þeir sjá að vopn frá Asíu eru til sölu og langar þeim rosalega í þau. Þeir ná að kaupa þau með klækjum og fara svo að leika sér með þau.
Þegar þeir eru að leika sér ímynda þeir sér að þeir séu japanskar teiknimyndapersónur og verður allt svona eins og í þessum japönsku teiknimyndum. Þegar þeir hitta Butters og segja að hann megi ekki leika með þeim verður Butters reiður og breytist í Professor Chaos. Hann fer til móts við strákana að berjast.
Ég segi ekki meira frá þessum þætti því að framhaldið er of gott til að eyðileggja fyrir öðrum
803 - Up The Down Steroid
Þessi þáttur er ekki síðri en 801 en nær ekki sömu geðveiki og sá fyrrnefndi. Þátturinn gengur út á það að Jimmy og Timmy eru að fara að keppa á Ólympíuleikum fatlaðra sem haldnir eru í Denver. Cartman kemst að því að í fyrstu verðlaun eru 1000 dollarar og sér hann góðan leik í því og skráir sig til leiks eftir að hafa undirbúið mjög vel hvernig hann væri trúverðugur sem þroskaheftur krakki.
Eins og nafnið gefur til kynna þá er notkun stera í þættinum og nýtir Jimmy sér þann kost til hins ýtrasta. Hann verður ótrúlega massaður og sterkur og setur hvert metið á fætur öðru og sigrar á leikunum eftir að hafa eyðilagt líf sitt með því að berja kærustu sína og verða óvinur Timmy í smá tíma. Cartman verður lang síðastur en vinnur svokölluð Spirit Awards. Þegar hann er að taka við verðlaununum byrjar Jimmy að mótmæla og segir að hann sé svindlari en þá birtist Timmy sem vissi um steranotkun Jimmy. Jimmy viðurkennir á sig sökina og afsalar sér verðlaununum. Þátturinn er það sem hann er eftir frábæra túlkun Cartman á þroskaheftum krakka með mjög ýktum karakter.
804 - The Passion of the Jew
Nafnið gefur til kynna að þetta er skírskotun í mynd Mel Gibson The Passion of the Christ sem Cartman er algjörlega með á heilanum. Þátturinn gengur út á það að Cartman skorar á Kyle að sjá The Passion sem Kyle gerir. Þegar hann er búinn að sjá myndina sér hann hve góður Jesús var og vill að gyðingar byðjist afsökunar á því að hafa drepið Jesús.
Á meðan Kyle er að gera þetta kallar Cartman saman fund fyrir fólk sem fannst The Passion góð. Hann vill að þau sameinist öll til að drepa alla gyðinga og er Cartman í hlutverki Hitlers í þessum þætti þegar hann gengur um götur South Park öskrandi á þýsku að þeim sem fylgja honum eitthvað í þessa átt “Hvað þarf að gera”. Þá svarar hópurinn til baka “Það þarf að drepa gyðinga”. Fólkið veit ekki hvað það er að segja en heldur að það sé eitthvað gott. Á meðan þetta er í gangi eru Stan og Kenny að reyna að fá peninga sína til baka frá Mel Gibson eftir að hafa þótt The Passion vond. Þeir ræna peningum frá honum og hefst þá eltingarleikur sem endar í South Park þar sem Mel Gibson gengur af göflunum og kúkar loks á Cartman. Það sem gerir þáttin svo góðan er hlutverk Cartmans sem Hitler og hve klikkaðan þeir láta Mel Gibson vera.
805 - You got fucked in the ass
Þetta er lélegasti þátturinn í seríunni enda ekki nægilega jafn fyndinn og hinir 3 sem ég hef séð. Þátturinn gengur út á það að strákarnir verða “shoved” af krökkum frá Orange County. Það að vera “shoved” er þegar einhver dansar miklu betur en þú og þú getur ekki svarað fyrir þig (dansað á móti) eða eitthvað svoleiðis. Þegar Stan segir pabba sínum þetta kennir hann Stan dans sem hann dansar næst þegar hann hittir krakkan frá O.C. Nú urðu þau “shoved” þannig að nú varð “It's on” og þurfti einhvern þvílíkt showdown til að úrskurða sigurvegara. Stan þurfti því að finna 4 bestu dansara í South Park til að dansa með sér.
Þeir sem hann finnur er einn goth gaurinn sem kom í einum þætti í 7. seríu, strákur sem er snillingur í dansleik í spilasal bæjarins, stelpu sem vinnur á Raisins og svo að lokum önd. Butters átti að koma í staðinn fyrir öndina en hann vildi ekki dansa eftir að hafa drepið 11 manns á landsmótinu í steppdansi fyrir tveimur árum. Þegar keppnin á að vera meiðist öndin og þau líta út fyrir að tapa þar sem þau voru ekki nógu mörg til að keppa. Þá kemur Butters og tekur stað andarinnar í liðinu og byrjar að dansa sem endar með því að hann drepur hitt liðið eins og hann drap hina 11 á landsmótinu. Honum er tekið sem hetju fyrir vikið. Mér fannst þessi þáttur slappastur af því að Cartman kom ekki neitt við sögu sem gerir þáttinn undir meðallagi. Fyndnast fannst mér samt allt í kringum Butters og steppdansinn hans.
Ef ég ætti að raða þeim upp í gæðaröð væri röðin svona: 4. sæti 805, 3. sæti 803, 2. sæti 804 og 1. sæti 801.
Vonandi verður restin af seríunni jafn góð og fyrstu þættirnir.
He may be a son of a bitch, but he is our son of a bitch.