Jæja..
Þessi týpa af fólki pirrar mig alveg gríðarlega, og ég vildi skrifa smá grein til að þetta fólk geti gert sér grein fyrir því að það hefur bara í 99% tilvika einfaldlega rangt fyrir sér.
Þessi hópur fólks vill meina að allt anime sé eins, og ef maður fílar ekki eina seríu þá séu allar seríur lélegar. Eins og smá skammtur af common sense getur frætt okkur um, þá er þetta auðvitað bölvuð della, þetta er eins og að flokka ALLAR leiknar þáttaseríur í sama flokkinn og segja að það sé allt það sama og ef eins sería er léleg þá séu allar seríurnar lélegar.
Tökum dæmi:
AH (Anime-Hater) hefur að jafnaði horft á 0-2 þætti af anime mundi ég giska á, það jafngildir 0-2 mismunandi seríum af anime og hann er búinn að ákveða það að allt anime sé rusl.
Þetta er hægt að bera saman við einhvern gaur sem ólst upp án þess að horfa á einn einasta leikinn sjónvarpsþátt og tók síðan upp á því að athuga einn þátt af “Bold and the Beautiful” og síðan bara til að vera viss um að allir leiknir sjónvarpsþættir væru sorp þá gaf hann þessu annan séns og speccaði þátt af “Neighbours”, hann sökkaði líka og núna eru allir leiknir sjónvarpsþættir bara rusl og ógeð.
Sama væri hægt að segja með bíómyndir, gaur sem aldrei hefur séð neina bíómynd horfir á Toxic
Avager og Torque og ákveður bara að allar kvikmyndir séu rusl, það sér hvert einasta mannsbarn að þetta er þröngsýni af verstu gerð.
Ég verð líka að viðurkenna að ég tilheyrði þessum hópi í mörg ár þangað til fyrir um 2 mánuðum þegar ég fann Berserk seríuna á fileserver hjá vini mínum og leiddist alveg gríðarlega heima..
Ég horfði á fyrsta þáttinn (Þeir sem hafa séð Berserk vita hvað ég á við) og var bara W T F hvað var ég að eyða tímanum mínum í þetta, ég vissi að allt anime var rusl.. En.. ég hafði akkúrat ekkert að gera þar sem netið var niðri hjá mér og ég var einn heima og nennti lítið að gera svo ég horfði á annan þátt. Kunnugir vita að þáttur 1 er alveg “útúr kú” miðað við restina af seríunni eiginlega, og ég gat ekki hætt eftir þennan þátt og horfði á alla seríuna á 3 dögum.
Ég hef reyndar ekkert horft á síðan þá, en ég er búinn að ná í allar Berserk Manga bækurnar sem komið hafa út so far og lesa þær. Ætla að prufa Inu Yasha næst.
Það geta allir fundið sér eitthvað við hæfi í Anime… Eða, næstum allir allavega.
Anime seríur eru jafn ólíkar og venjulegir þættir, það eru dramaseríur, spennuseríur, seríur sem gerast í fortíðinni, sem gerast í samtíðinni, grínþættir og svo mætti lengi telja.
Ps, Berserk er eflaust með því besta sjónvarpsefni sem ég hef horft á í gegnum ævina, karakter myndunin var svo gríðarlega sterk og mér fannst ég finna tengslin á milli persónanna mikið betur en maður gerir í þessum leiknu þáttum.. I'll never be the same, núna tjekka ég hvort það sé kominn út nýr kafli í berserk í hverri viku :
“I refuse to have a battle of wits with an unarmed person”