Það eru margir að spá í af hverju South Park er ekki eins vinsælt og hin sjónvarpsefnisáhugamálin. Spyrjið ykkur nokkurra spurninga og þá ættuð þið að vera nálægt svarinu eða komin með það.
Hvar er Friends sýnt? - Stöð 2!
Hvar er Simpsons sýnt? - Stöð 2!
Hvar er Futurama sýnt? - Ríkissjónvarpinu!
Hvar er Star Trek sýnt? - Ríkissjónvarpinu!
og síðan er endaspurningin:
Hvar er South Park sýnt? - Sýn!
Þetta er einmitt vandamálið. Sýn er ekki eins vinsæl sjónvarpsstöð eins og Ríkissjónvarpið eða Stöð 2. Ef South Park væri sýnt á fleiri sjónvarpsstöðum eða á stöð sem allir landsmenn hefðu aðgang að, þá væru vinsældir South Parks miklu meiri og þátttökuleysið undanfarnar vikur hefði ekki verið.
Fyrir þá sem segja að þeir hafi Downloadað þáttunum þá hafa ekki allir aðdáendur ráð á að vera það lengi á Internetinu til að downloada heilum South Park þætti. Hvað þá heilli seríu!
P.s. Ef þið hafið einhverjar hugmyndir varðandi South Park, sendið þær til mín á fragman@hugi.is
Reynum að gera þetta að besta áhugamálinu á öllum huga.is
Together we are strong!!!