// Formáli
Jæja, nú eru liðnar 2 vikur síðan grein kom hingað inn svo að ég ákvað að slá til og kynna ykkur fyrir þeim snilldarþáttum “Internet Slutts” :) Þættirnir eru ekki teiknaðir en ég held að þeir teljist helst undir teiknimyndir ef eitthvað.
// Söguþráðurinn & Persónurnar
Þáttunum hefur verið lýst sem “The Beavis and Butthead of Internet Sex”, og fjalla um félagana Murk og besta vin hans Wally og ferðir þeirra um internetið, í leit að svörum við hinum ýmsu vandamálum og öðru sem kemur upp. Eins hvernig á að svíkja pening út úr fólki og hvernig á að búa til vélknúna kú, svo fátt sé nefnt. Þess ber að geta að allar þær heimasíður sem þeir heimsækja eru virkilega til, meðal þeirra eftirminnilegustu má nefna blæti eða “fetish” fyrir fólki að snýta sér. Þrátt fyrir að þeir eyði mest öllum tíma sínum fyrir framan tölvuskjáinn þá eiga þeir það til að kíkja út undir ferskt loft.
Murk Mazurkewich (Ron Stefaniuk), 22 ára reiðhjólasendill og karlkyns gigalo. Nýtur þess að skoða vefinn og fara á reiv. Lauk um það bil hálfu ári af listnámi.
Wally (Frank Meschkuleit), endurskoðandi í kringum þrítugt. Líkist skuggalega getnaðarlim karlmanns. Nýtur þess að horfa á ítalskar klámmyndir og drekka einn.
Þeir kynntust þegar þeir leigðu báðir herbergi hjá geðsjúkri, grískri konu í húsí nálægt bænum Danforth í Kanada.
// Höfundurinn (Steven Westren)
Steven hefur ansi fjölbreyttan starfsferil að baki sér, hann teiknaði teiknimyndasögur í blað í Toronto, “jugglað” í sirkús (rétt skrifað á íslensku? anyways.. Circus) en sneri sér lokum að sjónvarpsefni eftir að hnén gáfu sig. Því miður gat ég ekki fundið meiri upplýsingar um höfundinn en þetta ætti ef til vill að gefa sæmilega mynd af honum.
// Quotes
[Á meðan Wally er að bræða eitthvað við lim Murk's]
Wally: “Uhm, are you sure this is safe?”
Murk: “Of course its safe.. im wearing goggles!”
Wally: “I'm a bit befuddled by thatmyself… but look, the site has a category called ‘Monthly Topic!” Monthly! Get it!? Gotta love that frisky Japanese sense of humour.“
Murk: ”Are you jerkin’ my chain or are we really this desperate?
Wally: “err… a little of both.”
// Lokaorð
Þættirnir voru sýndir á Comedy Network í Kanada. 18 þættir en vegna mistaka sjónvarpsstöðvarinnar var sami þátturinn sýndur 2. og samningurinn þeirra hljóðaði aðeins uppá 18 þætti. Snilldar þættir ef þú hefur svolítið “spes” húmor ;)
Official Heimasíðan
- http://www.wallyandmurk.com/
Heimasíða Wally
- http://www.wallyandmurk.com/wally/Index.html
Heimasí ða Murk
- http://www.wallyandmurk.com/murk/index.html
Kv, Drizzt Do'Urden
drizzt@simnet.is
http://www.dri.eniac.at