Futurama er dautt, sættið ykkur við það.
Þetta er enn ein af heimsku ákvörðunum FOX-stöðvarinnar, sem virðist gera í því að drepa niður góða sjónvarpsefnið. Og oftast út af persónulegum ástæðum.
Dæmi: Space Above & Beyond. Þessi sería sagði frá baráttu herflota jarðarinnar við geimverur á 21.öldinni. Pilot-þátturinn var sá dýrasti í sögu bandarísks sjónvarps, og serían fékk frábæra dóma á öllum “vígstöðvum”. Nema hjá einum af æðstu stjórum FOX. Vegna þess að hans hugmynd að þáttaröð var skotin niður og S.A.A.B. framleidd í staðinn, gerði hann allt sem hann gat til að skemma fyrir þeim sem stóðu að þáttunum í hefndarskyni. Meðal þess sem hann gerði var að drepa niður allar auglýsingar um þættina, og að færa þá á versta mögulega sýningartíma: Klukkan 7 á sunnudagskvöldum, rétt á eftir beinu útsendingunum frá ruðningsleikjum. Enda var eingöngu framleidd ein sería af þessum frábæru þáttum, og áhorfendur skildir eftir á einum mesta “cliffhanger” sem sería getur boðið uppá.
(Fyrir áhugasama, mun þessi sería koma út á DVD seinna á þessu ári.)
Allavega, snúum okkur að Futurama. Futurama varð eingöngu til vegna eins hluts: Matt Groening var nafnið á bak við þættina. Simpsons voru (og eru enn) að mala gull fyrir FOX, þannig að FOX hélt að þeir gætu startað öðrum gullbransa með Futurama. En, þegar fyrstu áhorfstölur komu inn, þá varð FOX strax augljóst að Futurama myndi aldrei verða eins vinsæl þáttaröð og Simpsons (sem var reyndar ómögulegt markmið, ef þið hugsið málið) og hættu mestöllum stuðningi við þættina.
En nú gerðist hið undraverða: Þættirnir urðu vinsælari og vinsælari. Þeir voru upprunalega sýndir úti á góðum tíma, á miðvikudagskvöldum. En FOX taldi að Malcolm In The Middle verðskuldaði þann tíma betur, þannig að Futurama var færður til á…sunnudagskvöld, klukkan 7, strax eftir beinu útsendingarnar frá ruðningsleikjunum. En þrátt fyrir að vera á versta mögulega tíma (þar sem ruðningsleikirnir fóru oft í framlengingar, sem leiddu til þess að dagskrárliðir felldust niður, og Futurama var alltaf fyrstur til að falla niður) hélt þátturinn sínum gífurlegu vinsældum, og það er eina ástæðan fyrir því að fjórða serían var gerð.
Þegar framleiðslu þáttana var hætt (eða betur sagt, ekki haldið áfram) þá átti FOX eftir að sýna heila 20 þætti. Strax þá var hafist handa við að stofna undirskritfalista, sem hvorki meira né minna en 200.000 manns skrifuðu undir, en svona margar undirskriftir hafa aldrei safnast saman í tengslum við sjónvarpsefni fyrr eða síðar. FOX tók við listanum, en gerðu ekkert. Þegar Matt Groenig kom fram í sjónvarpi og gagnrýndi FOX harkalega fyrir einhverja hluti sem ég man ekki hverjir voru, ákváðu FOX að refsa honum. Ekki gátu FOX drepið gullkálfinn sinn, Simpsons-þættina, þannig að eitthvað annað varð það að vera. Og þannig var ákveðið að hætta framleiðslu á Futurama, endanlega. Í hefndarskyni fyrir réttláta gagnrýni.
(Þeir sem muna eftir deilum Davíðs Oddssonar og Þjóðhagsstofnunnar, þá er þetta nákvæmlega sami hluturinn.)
Fyrir þá sem halda að “fyrst Family Guy gat komið aftur, þá getur Futurama það lika”, hugsið aftur. Að sjónvarps-þáttaröð sé endurlífguð er einsdæmi, og Family Guy- og Farscape-aðdáendur skuli telja sig heppna að þetta skyldi koma fyrir sínar “uppáhaldsþáttaraðir”. Svo langt svo ég veit, hefur ENGIN önnur þáttaröð verið endurlífguð svona.
En ef ég ætti að velja á milli Futurama og Family Guy, þá er það ekki spurning hvorn þáttinn ég vildi fá aftur:
Go Bender!!
Go Bender!!
Go Bender!!
Go Bender!!
Go Bender!!