Ævintýri Bangsímons Gott kvöld og góðan dag - athugið að greinin inniheldur spilla.

Ég á teiknimynd sem heitir ‘Ævintýri Bangsímons’ sem er um ævintýri Bangsímons. Ég hef átt hana í mörg ár, enda frekar gömul mynd, en er nýbyrjaður að horfa á hana sökum þess að litla systir mín horfir á hana 15 sinnum á dag. Ég hef örugglega séð hana ca. 20 sinnum á síðustu dögum. Mig kvíðir fyrir því að heyra hana segja “..bangsi! bangsi!”

-
Ævintýri Bangsímons er kvikmynd í fullri lengd þar sem Bangsímon og félagar hans lenda í svakalegum ævintýrum. Bangsímon er feitlaginn bangsi sem býr í hundraðmetraskógi ásamt Kanínku, Eyrnaslapa, Tígra, Uglu, Greifingjanum, Gúra og móður hans Köngu, Grísling og auðvitað Jakob sem á öll leikföngin.

Jakob er ungur drengur sem býr til þessa veröld, það sem við sjáum er allt inn í hausnum á þessum einmana krakka sem á sjálfsagt enga vini.

Fyrir þá sem ekki vita: Þá er Kaninka kanína sem ræktar gulrætur í garðinum sínum og er frekar snobbuð og þarf að hafa allt hreint í kringum sig. Eyrnarslapi er þunglyndur asni(dýrið) sem þykir vænt um rófuna sína. Tígri er tígur sem virðist vera með alzeimer sjúkdóminn eða gullfiskaminni. Hann hossast einnig mikið. Ugla er gamli maðurinn í sögunni, hann segir sögur og talar um ‘sitt ungdæmi’. Greifinginn kemur sjaldan, bara til þess að grafa fólk út þegar það festist og tekur morðfjár fyrir. Gúri og Kanga eru kengurur og Gríslingur er pínulítið svín.

Það gerist margt í þessari mynd:

Bangi festist í útidyrum Kaninku þegar hann borðar allt það hunang sem hún hefur uppá að bjóða, enda elskar hann hunang meira en allt annað og syngur “Bangsímon vill fá sér hungang, lalala mamama..”.

Hann og Gríslingur fjúka útum allan skóginn og enda, sem betur fer, í stofunni hjá Uglu. Húsið hennar Uglu skemmist nú samt í rokinu og tekur Eyrnarslapi að sér að finna nýtt hús. Eyrnarslapi tekur sinn tíma í það.

Tígri og Gúri elska fátt meira en að hossast (ekki misskilja) og hossast saman alla daga, en Kaninka er orðin frekar þreytt á því. Tígri kemur sér í háska og lofar því að, ef einhver losar hann úr háskanum, þá hossast hann aldrei aftur. Hann verður nú samt leiður þegar hann gerir sér grein fyrir hverju hann lofaði og verður dapur. Kaninka leyfir honum samt að hossast áfram með Gúra eftir að allir telja hann á það.

Bangsi er mjög hræddur við hreysikettina og fílana sem ofsækja hann. Hann verður mjög oft var við þrusk og draugaleg hljóð. Eitt kvöldið heyrir Bangsi þessi hljóð og kíkir út, en þá kemur Tígri inn. Tígri segir honum frá hreysiköttunum og syngur lag fyrir hann. Bangsi er mjög áhugasamur um hreysikettina og Tígri sem honum að þeir steli hunangi og auðvitað vill Bangsi ekki að hunanginu hans verði stolið - þannig hann tekur byssuna sína og stendur vörð. Eftir nokkra tíma sækir svefninn hann og hann tók að dreyma. Hann dreymdi hræðilega martröð. Það kemur samt frábært lag.

Eftir óveðrið og rokið kemur flóð og lendir Grísli í því. Bangsímon bjargar Grísling á hetjulegan hátt og útaf því hélt Jakob fyrir hann hetjuveislu. Eyrnarslapi kemur til baka eftir langa leit að Ugluhúsi í miðri veislunni og segist hafa fundið hús, en það hús er því miður húsið hans Grílings. Gríslingur er samt svo góður að hann segir ekki neitt og fórnar því heimili sínu fyrir Uglu og flytur inn til Bangsa og veislunni er breytt í ‘Tveggja hetju veislu’.
-

Þessi teiknaða kvikmynd er mjög skemmtileg. Söguþráðurinn er skemmtilegur og nóg af húmor í henni - einnig er heill hellingur af skemmtilegum lögum.

Það eru til fleiri kvikmyndir með Bangsa og vinum, og þættir, og mun ég hugsanlega skrifa um þá á næstunni.

Kveðja,
Hrannar Már.