Clerks (2000-2000) // Formáli

Ákvað í þetta skipti að fjalla um Clerks og að ósk Dr.Evil sleppa þessum blessuðu afmörkunum en vildi þó afmarka titlana betur :)

// Söguþráðurinn & Persónurnar

31. Maí, 2000 birtist loks eftir að hafa verið seinkað þó nokkrum sinnum, fyrsti þátturinn af Clerks á ABC. Þættir byggðir á vinsælli kvikmynd Kevin Smith, sem heitir einmitt Clerks. Clerks (bíómyndin) kom út 1994 en því miður ekki í litum. Hún fjallaði um Dante Hicks, fastann í ömurlegu starfi í lítilli búð, The Quick Stop, og félaga hans Randal sem vinnur á video leigunni við hliðina á, í bænum Leonardo Leonardo, New Jersey. Auk þeirra tveggja voru tveir dópsalar sem héngu fyrir framan búðina, þeir Jay og Silent Bob. Brian O'Halloran fór með hlutverk Dante, Jeff Anderson með hlutverk Randal, Jason Mewes sem Jay og Kevin Smith sjálfur sem Silent Bob.

Ætla ekki að fara mikið nánar út í myndina eða fleiri en þessar fjórar persónur þar sem þessari grein er aðallega beint að þáttunum og aðeins þessar persónur sem koma fram í þáttunum (Jú, Catelyn kemur fyrir í þætti 6. en sést þó aldrei).

Í þáttunum vinnur Dante (Brian O'Halloran) ennþá í sömu búðinni og Randal (Jeff Anderson) á video leigunni. Jay (Jason Mewes) og Silent Bob (Kevin Smith) hanga ennþá fyrir utan búðina en virðast þó hættir að “deala” heldur selja börnum flugelda. Líf þeirra fer þó að breytast til muna eftir að illi snillingurinn og stofnandi bæjarins, Leonardo Leonardo (Alec Baldwin) snýr aftur frá för sinni til Canada ásamt útgáfufulltrúa sínum og aðstoðarmanni Plug (Dan Etheridge). Leonardo var upphaflega byggður á Alan Rickman, sem talaði líka fyrir hann en yfirmenn hjá ABC vildu frekar Alec Baldwin.

Auk þessara persóna er vert að nefna, Lando, sem bætt var við í þriðja þætti eftir að tekið var eftir að engar svartar persónur voru í þáttunum, og Charles Barkley sem talar fyrir sjálfann sig.

Því miður voru aðeins sýndir tveir þættir, af hinum 6. sem voru gerðir, á ABC áður en hætt var við þá. En þessir tveir ásamt hinum fjórum sem voru gerðir voru sýndir í sjónvarps-maraþoni á Comedy Central 22. December, 2002.

// Höfundurinn (Kevin Smith)

Kevin Smith fæddist 2. Ágúst, 1970 í Red Bank, New Jersey. Clerks, fyrsta myndin hans varð afar vinsæl og vann til verðlauna á Sundance kvikmyndahátíðinni. Hann notaði peningana sem hann græddi á Clerks til að fjármagna sína næstu mynd, Mallrats, sem varð því miður ekki jafn vinsæl. Á næstu árum gerði hann myndirnar Chasing Amy, Dogma, Jay og Silent Bob Strike back. Nýjasta mynd hans heitir Jersey Girl (með Ben Affleck og Jennifer Lopez) og núna er hann að vinna að Fletch Won og The Green Hornet.

// Quotes

Dante: Boy, it wasn't until years later that we found out what “fag” REALLY meant. Right, “mate”?
Randal: You're a fag.
Dante: No, a fag's a cigarette, remember?
Randal: You're a cigarette.

Randal: See, I scared him. He's shaking.
Dante: No, he's masturbating.
Randal: Yeah, but it's out of fear.

Plug: Sir, we've just received this report. Apparently, the Quick Stop is still in business.
Leonardo: I see… bring this Quick Stop to me.
Plug: Sir, it's a store.
Leonardo: Bring it!
Plug: Okay.. how about I just bring you the two kids that run it instead?
Leonardo: Very well.. for now.

Randal: Can I ask you a question? If you were Steven Tyler from Aerosmith for one night, and you could pretty much any woman alive, who would you pick?
Dante: Oh, Caitlin.
Randal: Her? See me, I'd pick Liv Tyler. (Dóttir Steven Tyler)

Fleiri quotes má enn og aftur finna á heimasíðu IMDB
- http://www.imdb.com/title/tt0210413/quotes

// Þættirnir

Þar sem aðeins voru gerðir sex þættir af Clerks ákvað ég að þessu sinni að hafa með lista með nöfnum hvers og eins þáttar.

1. A Dissertation on the American Justice System by People Who Have Never Been Inside a Courtroom, Let Alone Know Anything About…
2. The Clipshow Wherein Dante and Randal are Locked in the Freezer and Remember Some of the Great Moments of Their Lives
3. The Pilot or Leonardo Leonardo Returns and Dante has an Important Decision to Make
4. Leonardo is Caught in the Grip of an Outbreak of Randal's Imagination and Patrick Swayze Either Does or Doesn't Work in the…
5. Dante and Randal and Jay and Silent Bob and a Bunch of New Characters and Lando Take Part in a Whole Bunch of Movie Parodies…
6. The Last Episode Ever

Já, allir þættirnir voru skírðir þessum ótrúlega löngu nöfnum :)

// Lokaorð

Clerks komu út á DVD fyrir ekki svo löngu, ásamt slatta af aukaefni. Bæði þættirnir og myndin eru ekkert nema snilld. End of rant. Nóg komið í dag..

Heimasíða Clerks Myndarinnar
- http://www.viewaskew.com/clerks/


Drizzt Do'Urden
drizzt@simnet.is
http://www.simnet.is/drizz t