- Þessi bók er málið!
Hvað er eiginlega í gangi? Það sendir enginn inn greinar sem eru lengri en 5 línur. Við stjórnendur fáum inn margar greinar, en flestar eru einhvern veginn svona:
„Ég horfi mikið á teiknimyndir. Mér finnst Stöð2 vera að sýna góða þætti, en það vantar samt nokkra. Ég horfi líka á RÚV, Cartoon Network og FoxKids.“
- Þær eru samt yfirleitt illa stafsettar og óvandaðar.
Ég get ekki séð neina skýringu á þessu, ég meina: allir stjórnendur eru aktívir og vinnum við oft og mikið að áhugamálinu - t.d. með spurningarkeppnum o.fl. - og hugtakið ‘Teiknimyndir’ er svo víðtækt að allir ættu að geta skrifað um eitthvað. Áhugamálið fellur neðar og neðar í fléttingum og er núna í 52 sæti, og ég hreinlega kvíð fyrir marstölunum.
Þegar Simpsons og South-Park áhugamálin voru sameinuð varð áhugamálið vinsælt og allir virtust hafa áhuga, en sá áhugi hefur greinilega dáið með tímanum. Ég vil því biðja ykkur, áhugamenn, um að senda inn greinar. Greinarnar geta verið um The Simpsons, Futurama, Family Guy, South Park, Teiknaðar bíómyndir eða aðrar teiknimyndir.
Með von um bjartari framtíð,
Hrannar Már.