
Myndin fjallar um Davey sem er ungur maður á niðurleið. Davey var vinsæll og átti góða barnæsku og var efnilegur körfuboltamaður en þegar hann var mjög ungur létust foreldrar hans og síðan þá hefur heimur Davey Stone breyst. Hann lendir í vandræðum og á að vera sendur í fangelsi en þá kemur til hans lítill, glaðlegur og umburðarlyndur maður og vill hjálpa honum. Sá maður er Whitey körfuboltaþjálfari Davey þegar hann var yngri og þekkja allir bæjarbúar hann en láta sér fátt um hann finnast. Whitey er það sem við myndum kalla í dag, dvergur, og býr hann hjá dvergasystur sinni Eleanore sem er sköllót og lítur út eins og ugla. Whitey er frábær maður sem elskar að hjálpa fólki, og misnotar fólk það á ýmsa vegu. Myndin fjallar um vináttu, ást og auðvitað húmor. Hún er stútfull af skemmtilegum bröndurum, lögum og fyndnum persónum. Ég sá þessa mynd fyrst á samkomu í skólanum mínum og komu atriði sem ég og vinur minn hlógum einir af. Ég skil ekki í fólki að finnast sumt ekki fyndið, en ætli það hafi bara ekki húmor fyrir körlum sem dansa á skondinn hátt og lögum sem eru sprenghlægileg .. bölvaðir slúbbertar.
Myndin hefur líka punkt, sem þú kemst að hver er þegar þú sérð hana. Það kom mér hreinlega á óvart hvað myndin er vel gerð, t.d. með söguþráðinn, hann fer aldrei út í rugl heldur stendur fastur við einn punkt og skilar efninu algjörlega til okkar. Adam Sandler talar fyrir Davey, Whitey, Eleanore & hreindýrin.
Fjölskylda Adams talar fyrir fjölskyldu Davey í myndinni, þ.e. mömmu hans og pabba. Myndin er frábærlega teiknuð í alla staði, Adam Sandler og fleiri leikarar eru alveg eins teiknaðir og þeir eru í myndinni. Ég mæli svo sannarlega með henni fyrir alla.
Kv,
Hrannar Már.