Sæl veriði,
Ég fékk ansi mikið af Simpsons þáttum í jólagjöf og ætla að skrifa um tvo þætti sem leyndust á diskunum. Þetta gæti spillt fyrir þeim sem ekki hafa séð þættina, þó ég reikni með að flestir hafi séð þá. Ég er að brjóta reglur sem settar eru á þetta áhugamál og biðst afsökunnar á því.
1. „Beyond Blunderdome“
-
Hómer fær gefins miða á forsýningu á nýjustu mynd Mel Gibsons fyrir að prufuaka rafmagnsbíl. Þetta er svona sýning þar sem fólkið á að segja hvað er að myndinni og verður myndin löguð eftir þeim. Homer og Marge fara á myndina, og þar eru staddir flestir íbúar Springfield. Það má víst ekki spurjast út að Mel sé á svæðinu, en það gerist samt. Allir eru mjög spenntir og lofa kvikmyndinni. Mel vill ekki láta fólkið sjá sig að myndinni lokinni, en hann opnar hurð hringir þjófabjöllunni. Mel reynir síðan við Marge, og Hómer verður reiður. Allir elska myndina nema Hómer, og snýr Mel Gibson því við heim til Hómers og vill fá hann til að gera myndina aftur með sér, klippa hana o.s.frv. Hómer samþykkir það, og fer öll fjölskyldan saman til Hollywood. Á meðan Hómer og Mel vinna við kvikmyndina fara Bart, Lísa, Maggie og Marge saman og skoða Hollywood. Þegar Hómer og Mel eru búnir með verk sitt sýna þeir það. Framleiðendurnir eru ekki hrifnir, og vilja brenna myndina og sýna gömlu útgáfuna. En þá stinga Hómer og Mel þau af á golfbíl. Þeir sýna samt myndina eins og þeir endurgerðu hana. Og fá vægast sagt hræðilega dóma. Mel Gibson lætur sig hverfa og talar aldrei aftur við Hómer. Í þessum þætti kemur mín uppáhaldssetning. Hana segir feiti teiknimyndakarlinn og hljóðar hún svona „..worst ending ever!..“
-
2. „Irchy and Scratchy : The Movie“
-
Marge og Hómer eru að fara í foreldraviðtal í skólanum hjá Bart og Lísu. Hómer segist vilja fá kennarann hennar Lísu, og Marge fær þá Barts kennara. Marge er ekki sammála, en fellst á það að lokum. Hómer fær skemmtilegt viðtal um lísu, Marge fær samt ekki eins góða umsögn um Bart. Hann er víst algjör vandræðakrakki (eins og við vissum nú flest). Bart er sendur í rúmið án matar því hann er vondur í skólanum og að hann braut tennur afa, en Hómer kemur samt með mat til hans seinna um kvöldið og biður hann um að vera góðann, Bart játar því en segir svo þegar Hómer lokar hurðinni “..hehe sucker..!” Það kemur auglýsing í sjónvarpið um að “Itchy and Scratchy” bíómynd sé að fara að koma og verða systkynin spennt. Bart fær aldrei refsingu, og leyfir sér því allt. Hann byrjar að láta sinnep á gólfteppið, og Hómer vill refsa honum, en þá kemur ísbíllinn og Hómer gleymir sér. Marge og Lísa fara í búð og Hómer á að passa Bart. Þegar mæðgurnar koma heim er Bart að rífa upp teppið á húsinu, Bart er bara settur upp í herbergi. Það kemur að frumsýningu myndarinnar og á Bart öruggan miða. Bart á að passa Maggie, en er svo gagntekinn af sjónvarpinu að Maggie fer út. Hún tekur bílinn og klessir á fangelsið og hleypir öllum föngunum út. Hómer segir þetta verða mestu refsingu sem Bart hefur fengið, og bannar honum að fara á myndina, ALDREI. Bart hittir vini sína, sem hafa allir séð myndina 13 sinnum og lemja hann fyrir að tala illa um myndina. Bart fær aldrei að sjá myndina.
-
Vonandi var þetta ágæt grein.
Grein eftir : <a href=“mailto:hrannar@bjossi.is”>HrannarM</a>
Fyrir : hugi.is/<a href="http://www.hugi.is/teiknimyndir“>Teiknimyndir</ a>
<a href=”http://www.hrannarm.tk>HrannarM</a