Ég ætla að leggja fyrir ykkur smá hugleiðingar varðandi Simpsons, endilega svarið mér af eitthverju viti, og verið eins málefnaleg og þið getið.
Í dag sat ég í bíl sem keyrði Laugarveginn í von um að finna stæði. Niður eina götuna, og inn á Laugarveginn, koma þrír 17 ára drengir og gulri Hondu. Ég segi “..Hvað fær fólk til að kaupa gula bíla? Er þetta athyglissýki, smekkleysa eða finnst fólki þetta bara „töff“?” og bróðir minn, sem er 9 ára, svarar næstum því hlæjandi “..Já, þetta er eins og í Simpsons, þau eiga bleikan bíl!” Ég sagði ekkert þá, en ég hugsaði samt með mér hvað litirnir væru allt öðruvísi í heimi Simpsonana, og er kannski þeirra „thing“ og á einhvern hátt tekur enginn eftir því, eða allavega pirrar sig á því (nema kannski amma mín).
Ef maður hugsar aðeins um þetta, þá er það fólk sem er hvítt hjá okkur gult hjá þeim en samt er það fólk sem er þeldökkt hjá okkur þeldökkt hjá þeim. Maður getur líka hugsað aðeins um umhverfið, sem er öðruvísi á minna áberandi hátt, t.d. húsið þeirra er litað í, það sem ég kalla, húðlit. Þá meina ég „okkar“ húðlit, ekki þeirra. <a href="http://www.classic-tv.com/top100/images/simpsons .gif“>Sjá mynd</a>, hérna getið þið séð húsið og myndað ykkur skoðun.
Veggurinn inn í húsinu er bleikur, það þykir sumum kannski flott, en örugglega ekki inn á „venjulega kjarnafjölskyldu heimilinu“ eða allavega ekki á mínu, en hvað veit ég. Hurðin inni hjá þeim er „dökk“bleik, og þykir mér það undarlegt, þ.e.a.s. ef maður horfir fyrir utan þá staðreynd að þetta séu teiknimyndaþættir. Þetta er ekki bara inni hjá þeim, heldur á flestum stöðum, t.d. í skólanum og á sumum stöðum í kjarnorkuverinu.
Þetta er auðvitað alveg sjálfsagt, að hafa svona „funky“ liti í þáttunum, enda teiknaðir og skemmtilegir í alla staði. Ég hef aldrei heyrt neinn pirra sig út í litina fyrir utan ömmu mína, sem ég nefni hér áðan. En allavega, hvað finnst ykkur um þetta, pirrar þetta ykkur eða finnst ykkur þetta bara notalegt og flott eins og mér?
-
Vonandi hafðir þú gaman að þessari grein, og getur svarað mér og sagt þitt álit, eða hreinlega sett út á þessa grein. Takk fyrir mig.
Grein eftir : <a href=”mailto:hrannar@bjossi.is“>HrannarM</a>
Fyrir : hugi.is/<a href=”http://www.hugi.is/teiknimyndir“>Teiknimyndir</ a>
<a href=”http://www.hrannar.tk">HrannarM</a>
HrannarM óskar öllum hugurum gleðilegra jóla og þakkar það liðna.