Jæja ég var að uppgötva ein aðra snilldina frá Walt Disney, félagi minn sagði mér að horfa á hana og ég sló til.
Eftir eftir myndina var ég búinn að skjóta henni uppí topp 5 á teiknimyndalistanum mínum og telst það ansi gott, Finding Nemo er vel teiknuð og afbragðs vel talsett að mínu mati.
Finding Nemo (2003)
Myndin byrjar mjög sorglega en ég ætla ekki að fara nánar út í það, eftir þær hörmungar er Marlin(Albert Brooks) mjög hræddur við hafið og ofverndar son sinn Nemo(Alexander Gould), þeir leggja af stað í skólann en það er fyrsti dagurinn hans Nemo. Bekkurinn hans Nemo fer af stað í sína fyrstu vettfangsferð og er henni heitið út að brúninni á kóral rifinu þar sem þeir búa, Nemo og 3 félagar hans fara frá hópnum og Nemo er brottnuminn af kafara. Marlin pabbi Nemo sér þetta og reynir að ná honum en það er of seint.
Marlin reynir að elta bátinn en missir af slóðinni, hann rekst á fisk sem heitir Dory (Ellen DeGeneres), og hún þykist vita hvert báturinn fór, eftir það hófst mikil eltingar leikur í leit af Nemo sem var nú kominn í fiska búr í Sidney Ástralíu, kafarinn sem tók Nemo af rifinu var tannlæknir sem var búinn að plana að gefa Nemo litlu frænku sinni sem var stimplaður “fiskamorðingi” hjá hinum fiskunum í búrinu. Nemo veit ekki að pabbi hans var á leiðinni að bjarga honum og er alveg dauðhræddur í sínu nýa umhverfi. Hins vegar þarf pabbi Nemo, Marlin að glýma við sína hræðslu, hafið. Hann lendir í mikið af æfintýrum á leið sinni sem hann þarf að hafa sig allan við að leisa, en ég ætla ekki að skemma alla myndina fyrir ykkur með því að þylja þau upp.
I don´t make movies for children, I make movies for the child inside of us all - Walt Disney
Takk fyrir mig,
Kv, Kalli
Gert af kolklikk fyrir Hugi.is/teiknimyndir (2003) ©