Hæhæ, þið eruð kannski orðin þreytt á öllum greinunum mínum svo að það er ekki víst að stjórnendurinir samþykkji þessa grein en hvað með það. Ég ætla að fjalla um teiknimyndina Guffagrín og er hún gefin út af SamMyndböndum.
Það hefst þannig að Max er komin í sumarfrí og ætlar á partý þar sem horft verður á tónleika með hinum vinsæla Þrumufleyg og þar verður stelpan sem hann er skotin í en hún heitir Rósa. Guffi kallin hefur hins vegar aðrar hugmyndir um að fara að Nornavatni að veiða en það gerðu Guffi og pabbi hans áður fyrr og pínir hann Max til að koma með sér. Þegar Max reynir að segja Rósu að hann komist ekki á tónleikana hikstar hann út úr sér að hann sé að fara á tónleika Þrumufleygs og ætli að stíga á sviðið. Hann segir ekki pabba sínum frá því en áður en varir þá veit allur bærinn af því. Max reynir að breyta leiðina á kortinu svo að þeir stefna til Los Angeles. Guffi kemst nú samt að því og verða þeir feðgar ósáttir. Síðan greinir Max pabba sínum frá Rósu og áætlunum hans um að stíga á sviðið með Þrumufleyg. Þeir lenda í einhverskonar bílslysi og detta út á en fyrr en varir koma þeir að fossi. Ef þú vilt vita endin skaltu endilega horfa á þessa frábæru fjölskyldu mynd sem hægt er að horfa á aftur og aftur.