Þættirnir voru gerðir eftir bókinni um Heiðu og svo hafa líka verið gerðar bíómyndir eftir bókinni, Heiða og Heiða fer í stúlknaskóla á Ítalíu sem er reyndar ekki eftir bókinni.
Þættirnir eiga að gerast um aldamótin 1900 í svissnesku Ölpunum.
Það eru margar persónur sem koma fyrir í þáttunum en hérna eru aðalpersónurnar:
Heiða: Hress og kát stelpa sem kemur til afa síns þegar foreldrar hennar deyja. Hún blaðrar mikið en öllum líkar vel við hana.
Afi: Gamli maðurinn sem lokaði sig frá umheiminum þegar sonur hans (pabbi Heiðu) dó.
Pétur: Geitahirðirinn sem er besti vinur Heiðu, þau fara oft saman upp í hagann að passa geiturnar.
Klara Seseman: Vinkona Heiðu sem hún kynnist í Frankfurt. Klara er í hjólastól því hún er veik í fótunum en svo fær hún þjálfun í að nota fæturna og að lokum getur hún gengið alveg sjálf.
Ungfrú Rottenmaier: Stranga og leiðinlega konan í Frankfurt sem þolir ekki Heiðu -og Heiða þolir hana ekki.
Amma í borginni: Amma Klöru sem er voða góð við Heiðu.
Amma hans Péturs: Amma Péturs sem er mjög gömul og blind.
Læknirinn: Læknir Klöru í Frankfurt sem ráðleggur henni að fara upp í Alpana til Heiðu því þar er frískara loft en í borginni og þá gæti hún kannski læknast í fótunum. Heiðu, og bara flestum, líkaði vel við hann.
Svo eru auðvitað geiturnar, Svana, Birna og Snædrotting og allar hinar!
Þættirnir eru nokkuð margir (held þeir komist fyrir á 7 spólum…) og það er alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast svo maður fær eiginlega aldrei nóg af því að horfa á þættina! Svo koma alltaf sömu stefin sem maður kann eiginlega…
Svo tárast maður ennþá þegar Heiða er tekin frá afa sínum og send til Frankfurt og líka þegar hún er í Frankfurt og ungfrú Rottenmaier hefur skammað hana…
Já, það gerist ýmislegt í þáttunum; Heiða fær í fyrsta sinn að fara upp í hagann, hún og Pétur lenda í óveðri, þau eru næstum búin að lenda í snjóflóði, Heiða brennur mjólk sem hún var að sjóða í ostagerð, Snædrottning á að fara (*snökt*)en Heiða er á móti því, Heiða er tekin af frænku sinni sem fer með hana til Frankfurt þar sem hún á að vera leiksystir Klöru, Heiða fær mikla heimþrá í Frankfurt, hún finnur kettlinga í kirkjuturninum í Frankfurt, hún geymir hvít brauð sem hún ætlar að láta ömmu Péturs fá, Heiða fer aftur heim til Sviss til afa, Klara kemur í heimsókn, afi og Heiða kaupa sér gamalt en stórt hús í þorpinu og eru þar á veturna svo Heiða geti farið í skóla, Heiða og Pétur fara með allt borgarliðið upp í hagann og Klara lærir að ganga og svo mikið meira.
Ég er viss um að það muna margir eftir þáttunum um Heiðu og kannski rifjar þessi grein upp gamlar minningar…!!!
Love is patient, love is kind. It does not envy, it does not boast, it is not proud . . . Love never fails.