Bangsi Bestaskinn Persónur Jæja ég skrifaði greinina hérna á undan um Bangsa bestaskinn og mundi þá reyndar mjög lítið eftir þeim en ég horfði á 1 þátt áðan og þvílík snilld ég ætla að tala um persónurnar sem að komu í þessum þáttum :)

Bangsi Bestaskinn - Aðalpersónana, talandi bangsi.

Gormur - einhverskonar 6 fætla eða ofurvaxin padda eða eitthvað.

Trölli (Tweeg) - “vondi” kallinn sem að er ekkert vondur en hann býr í turniog skítur fallbyssukúlum á húsið hans Bárðar og vill finna uppskriftina að því að búa til gull.
-setning- Þeir stálu uppskriftinni minni að gullinu! *snökt*

Yfir Tanni - ég bíðst við því að hnn hafi bar verið Tanni þangað til að það komu fleiri tannar híhí þá varð hann svona YFIR tanni :p Hann er allavega hjálpardýrið hans Trölla hann er bara hausinn og lappirnar með horn á höfðunu eins og sést á myndinni sem að fylgir fyrri greininni.
-setning- NEI, við fléttum upp orðinu Auli í orðabókinni og fengum upp mynd af þér!

Hnoðrarnir - Þeir eru litlir fuglar/álfar/skítnar verur með vnængi og geta breytt sér í allt.

Bárður - Uppfinningarmaður, gengur alltaf með stækkunargler í vasanum.
-setning- Hvar er stækkunarglerið mitt?

Lubbi - Stór bangsi bleikur/fjólublár og er góður vinur þeirra.
-setning- Búrúlubúrururulú

Elinóra - Mamma Trölla, er mjög ljót og ég var alltaf pínu hrædd við hana þegar ég var ung að aldri.
-setning- Það tæki ekkert styttri tíma ef að þaungulhausinn hann Tröllu myndi ná í bangsa!

Hvali - Versti kallinn í þáttunum, var alltaf með grímu fyrir munninum, reynir að fá kristalana og Trölla til að fá gulluppskriftina af honum.
-setning- Af hverju safna ég ekki bara frímerkjum eins og hún mamma mín sagði mér en ekki aulabárðum!?!

Hjálpar“aularnir” hans eru 3 heimsk skrímsli eða hvað sem að þeir eru! Ég horfði á þátt í dag og ég get hleigið mjög mikið að þeim :)
-samtal milli þeirra- Nei ekki spyrja svona! Spruðu frekar svona: Af hverju er himininn blár?
-Já og af hverju er vatnið svona blautt?

Einbúi - Gamall bangsi ég hélt þegar ég var lítil að hann væri pabbi bangsa. Hann kom í þættina þegar bangsi týndist eyðieyju.

Fréttarmaðurinn - Hann ferðast um skóginn á einhverskonar þyrlu eða einhverju og flytur fréttirnar og ber út blöðin.

Svo er gömul kona en ég náði ekki nafninu hennar - Hún sat oftast í stól sem að ferðaðist um hringlaga herbergi og í loftinu í herberginu voru allir kristalarnir.


Jæja þetta eru persónurnar sem að komu fyrir í þessum eina þætti sem að ég náði að horfa á. En vona að fleiri sendi inn eitthvað efni með þeim.


Kv.Sóley