Þegar ég var lítil var uppáhalds teiknimyndin mín múmínálfarnir og svo áttum við á spólum alveg ómótstæðilega þætti, Bangsi Bestaskinn og út af það er búið að skrifa svo margar greinar um múmínálfana ætla ég að skrifa um þessa frábæru þætti.
Bangsi bestaskinn var talandi bangsi. Í byrjun var hann ásamt vini sínum Grubby að leita að fjársjóði sem átti að vera í borg sem mjög erfitt var að finna ( The Hard To Find City ), og hittu þeir vísindamanninn Bárð sem hafði fundið upp Loftfar og hraðaði það ferð þeirra félaga mjög mikið. En síðan voru þeir teknir til fanga og settir í dýflisu lengst inni í fjalli. Þar hittu þeir prins og ákváðu að fresta fjársjóðsleit sinni um stund og hjálpa prinsinum að finna systur sína.
Svo bættist Lúbbi í hópinn seinna meir.
Það var alltaf einhver vondur kall sem að skjaut alltaf fallbyssukúlum á húsið og hann átti aðstoðarmann sem að var svona hoopandi dýr sem að ég skildi aldrei :S
Mamma vonda kallsinns var svo ljót að ég var alltaf hrædd við hana og ég man eftir einum þætti sem að þau fóru með loftskipinu í svona helli þar sem að voru svona stórir leðjukallar sem að máttu ekki sjá ljósina annars myndu þeir deyja og þeir voru alltaf með sólglerugu og vondi kallinn og mamma hans voru í fangelsi hjá þeim.
Svo man ég líka eftir þætti þar sem að aðrir svona ljótir kallar (man ekki hvað þeir heita) þeir voru alltaf að reyna ná í einhverja demanta ég man ekki heldur hvað þeir ætluðu að gera við þá híhí en þeir voru á einhverjum flugvélum og eitthvað og Bárður var alltaf með einn demantinn svo að þeir náðu aldrei að gera þetta sem að þeir ætluðu að gera.
Svo var líka einhver þáttur þar sem að öll furðudýrin í skóginum ætluðu að halda veislu og bangsi var að reyna bjarga gulrótunum frá því að vera eldnar :)
Svo var líka einn þáttur þar sem að allir í skóginum tóku þátt í keppni og þau breyttu flugfarinu í skip og unnu 1. verðlaun :) híhí
Lúbbi er svona risastór fjólublár/bleikur björn og í byrjunni (í laginu) þá er hann að baða sig í regnboga fossinum sem að er í skóginum :)
Jæja ltili bróðir minn náði að grafa upp spólu sem að er merkt þessum þáttum og ég ætla að kíkja á hana og gá hvort að þetta sé ekki rétt hjá mér :)
upplýsingar
Kv. Sóley